Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 169
Ársskýrslur
Tölvuvæðing
Minjasafn Austurlands festi kaup á tölvubúnaði fyrir safnið á árinu. Keypt var pentium tölva með lita-
skjá, af gerðinni Trust, ásamt prentara, skanner og tilheyrandi hugbúnaði. Ákvörðun var tekin um að skrán-
ing muna færi fram í tölvuforritinu FileMakerPro, sem hefur gefist vel við skráningu á bókum á bókasöfn-
um, fomleifum, munum, o.fl. Forritið er alfarið notað á Árbæjarsafni við skráningu á munum, ljósmynd-
um, föstum fomminjum, sem og lausum frá uppgreftrinum í Viðey, á Amarhóli og í miðbæ Reykjavíkur.
Ennfremur er forritið notað að hluta til á Þjóðminjasafni Islands og er notendahópur þess sífellt að stækka.
Kostir við forritið eru þeir helstir að hægt er að byggja skráningareyðublöðin í munaskránni upp eftir
þörfum hvers og eins en jafnframt er hægt að læsa forritinu ef samræmingar er þörf milli safna. Með þessu
móti er mjög auðvelt að þróa smám saman hentugt form á skráningareyðublöðin í stað þess að þurfa að sí-
fellt að kaupa ný forrit sem breytast stöðugt. Nú þegar hefur Árbæjarsafn byggt upp hentugt form á skrán-
ingareyðublöð fyrir munaskrána þar og vonandi verður hægt að samræma skráningu alls staðar á landinu
áður en langt um líður.
Með skráningu safngripa á tölvu er mjög auðvelt að leita eftir einstökum munurn ef breyta á í sýning-
arsal, ef leita á að munum frá einstaka gefendum og margt fleira. Á minjasafninu eru munirnir t.d. skráð-
ir eftir flokkum og raðað samkvæmt því í geymsluna. I munaskránni kemur einnig fram hvort munirnir eru
geymdir í geymslunni, í sýningarsalnum eða hvort þeir eru í útláni, auk almennra upplýsinga um gefend-
ur o.þ.h. Skráningarforritið er einnig hægt að nota til skráningar á fleiru en munum, t.d. bréfum, ljósmynd-
um, fornleifum og fleiru.
Fornleifarannsókn
I september stóð Minjasafn Austurlands fyrir fornleifarannsókn á kumli í landi Eyrarteigs í Skriðdals-
hreppi. Uppgröftur hófst þann 21. september og lauk 2. október, þó með nokkurra daga hléum. Mikið var
fjallað um fundinn í fjölmiðlum og vakti rannsóknin mikla athygli bæði hér heima fyrir og .erlendis, enda
reyndist kumlið vera eitt af þeim merkari, sem hingað til hafa fundist á íslandi.
Tilkynning um fund kumlsins barst til Þjóðminjasafnsins sumarið 1995. Hjón frá Eskifirði höfðu orð-
ið vör við bein, örvar- og spjótsodd ofanjarðar við bakka Þórisár í Skriðdal. Eftir að vettvangskönnun hafði
farið fram var tekin ákvörðun um að rannsaka kumlið að fullu þar sem sýnilegt þótti að það væri í hættu
vegna uppblásturs og ágangs vatns. Þjóðminjasafn Islands fól forstöðumanni minjasafnsins umsjón rann-
sóknarinnar þar sem kumlið fannst á umráðasvæði safnsins. Guðrún Kristinsdóttir minjavörður Austur-
lands, Guðný Zoega fomleifafræðinemi, Þorbjöm Rúnarsson jarðfræðingur og Sigurður Arnarson landeig-
andi, aðstoðuðu við rannsóknina.
Veður var gott dagana sem rannsóknin stóð yfir en reynt var að flýta verkinu eins og mögulegt var því
veðurfar gat breyst á stuttum tíma. I fyrstu virtist sem ekkert væri að finna á svæðinu vegna þess að þeir
hlutir sem lágu ofanjarðar höfðu runnið til í leysingum. Eftir nærri tveggja daga rannsókn fannst kumlið.
I ljós kom beinagrind karlmanns, sem hafði verið heygður á árbakkanum með hesti sínum og ríkulegu
haugfé. I gröfinni fannst sverð, skjöldur, öxi, spjót, ör, hnífur, skart, vemdargripur, grýta og leðurpyngja,
sem innihélt eldfæri, pening og met. Hesturinn var að öllu líkindum heygður með fullum reiðtygjum, því
með beinum hestsins fundust hringamél, rónaglar og gjarðarhringjur.
Margir hafa reynt að nafngreina manninn og tengja hann Islendingasögunum. Nöfn eins og Þórir Atla-
son, sonur Graut-Atla er nam Atlavík, og Ævar hinn gantli, sem nam hluta Skriðdals, hafa þótt helst koma
hl greina. Rannsóknir hafa sýnt að maðurinn lést um fertugt og að hann var um 1,70 cm á hæð, fíngerður,
167