Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 170

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 170
Múlaþing með lágt enni og útstæða höku. Flest bendir til að greftrunin hafi átt sér stað á síðari hluta 10. aldar en haugbúinn hafði í fórum sínum enska mynt sem slegin var á árunum 955-957. Sýningar Á árinu voru tvær litlar sýningar settar upp á vegum safnsins í sýningarskáp, sem safnið hefur til um- ráða á efri hæð safnahússins. Fyrri sýningin var sett upp í byrjun september og var framlag minjasafnsins til svokallaðs Ormsteitis, sem er árleg uppskeruhátíð á Héraði og stendur yfir í eina viku. Sýning minja- safnsins stóð þó öllu lengur eða til 1. desember. Á sýningunni voru settir upp munir sem tengjast hreindýrum og hreindýraveiðum á Austurlandi. Sýnd- ir voru gripir úr hreindýrshomum, beinum og skinni, bæði gamlir og nýir, verkfæri, skartgripir og fatnað- ur. Sett var upp gamalt tjald og útilegubúnaður, sem notaður var við hreindýraveiðar fyrr á öldinni, ásamt skotvopnum. Ennfremur var saga hreindýra og veiða á þeim hérlendis, rakin í máli og myndum. Seinni sýning safnsins á árinu var jólasýning 1995. Hún var sett upp í áðurnefndum sýningarskáp um leið og hreindýrasýningin var tekin niður. Sett var upp lítil baðstofa, prýdd jólaskreytingum að gömlum hætti. Á sýninguna mættu á sjötta hundrað manns en hún var opin til 6. janúar, 1996. Þann 15. desember var sérstök dagskrá í tengslum við jólasýninguna í samvinnu við Bókasafn Héraðs- búa, sem hefur aðsetur á efri hæð safnahússins, og segja má að dagurinn hafi verið hápunktur jólasýning- arinnar. Þennan dag var komið upp vísi að baðstofu á bókasafninu og eldri borgarar á Egilsstöðum voru fengn- ir til að sýna vinnubrögð frá liðinni tíð í baðstofunni. Gerðir voru skinnskór, tekið var ofan af ull, kembt, spunnið og tvinnað. I anddyri safnahússins lék Hreinn Halldórsson á harmóniku, böm úr Tónlistarskólan- um í Fellabæ sungu jólalög og tveir nemendur ásamt kennara úr Tónlistarskólanum á Hallormsstað spil- uðu jólalög á flautu. Sýningargestum var ennfremur boðið upp á nýbakaðar lummur. Á staðnum voru einn- ig mættir íslenskir jólasveinar og farið var með grýlukvæði. Mjög fjölmennt var í safnahúsinu á Egilsstöð- um þegar dagskráin var í gangi en yfir 300 gestir litu inn í jólaamstrinu þennan eina dag. Gjafir Safninu hafa borist margar góðar gjafir árinu. Þar er helst að nefna skotvopn en veiði villtra dýra, s.s. hreindýra, gæsa og rjúpu, hefur ætíð verið stór þáttur í mannlífi á Héraði. Gefendur eru Sveinn Ingimars- son og Skúli Magnússon. Sveinn Ingimarsson, og systkini hans frá Eyrarlandi í Fljótsdal, gáfu einnig safn- inu smíðaáhöld úr búi afa þeirra. Um er að ræða mörg heimagerð smíðaáhöld; hefla, hallamál, o.fl., mörg hver mjög gömul. Árni Sigfússon frá Giljum, Jökuldal, hefur gefið safninu margar merkar gjafir. Á árinu færði hann safninu m.a. grammófón og plötusafn, sem inniheldur fjöldann allan af ófáanlegum grammófónskífum. Oddur Bjömsson og Jónína Þórarinsdóttir á Unalæk, Vallahreppi, hafa einnig gefið safninu margar gjafir, sem tengjast daglegum starfa á liðnum öldum, en Oddur færði safninu einnig þrjá planka úr gömlu Lag- arfljótsbrúnni, sem byggð var rétt eftir síðustu aldamót. Samgöngur á Héraði voru mjög erfiðar fyrrum og eru eitt af því sem safnið þarf að gera góð skil í framtíðinni. Sævar Sigbjarnarson oddviti Hjaltastaðahrepps, fól safninu umsjón með húsum hreppsins í Kjarvals- hvammi. Húsin, sem eru lítið íveruhús, bátaskýli og geymsla, voru í eigu Jóhannesar Kjarvals en hann 168
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.