Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 13
12 Þjóðmál haust 2014
Einu sinni frétti ég að fjölmiðill hefði
sett mann í að rannsaka sératkvæði mín í
því skyni að leiða rök að því að þar mætti
greina einhverja sérstaka pólitíska (?) línu
sem greindi mig frá öðrum . Maður þessi
fann ekkert slíkt og varð að hverfa frá
verki sínu . Þess má geta að ég sagði mig úr
Sjálfstæðisflokknum þegar ég hlaut skipun
í dómaraembættið . Þetta var auðvitað fyrst
og fremst táknræn aðgerð af minni hálfu .
Ég varð aldrei var við í starfinu við réttinn
að flokkapólitík kæmi við sögu, þó að sumt
fólk telji slíkt skipta máli fyrir dómstörfin .
Svo er ekki .
Ekki dró það úr starfsálagi hjá mér að
ég skyldi standa þannig að verki sem hér
hefur verið lýst . Samt lagði ég áherslu á að
skila mínum hluta vinnunnar, mælt eftir
málafjölda . Til dæmis bárust í réttarhléi
á sumrin kærumál, sem dómarar komu
sjálfviljugir á staðinn til að dæma, oftast
þegar líða tók á ágústmánuð . Þar reyndi ég
að taka minn skerf og líklega vel það öll árin
sem ég starfaði við réttinn .
Ég sló því upp á léni Hæstaréttar hversu
mörg málin væru sem ég hefði setið í sem
dómari einstök ár . Þar fór hæst árið 2010 .
Tölvan sagði mér að það ár hefði ég dæmt
í 336 málum . Ég veit ekki hvort unnt
er að finna annað dæmi sem slær þessu
við . Menn verða samt að hafa í huga við
athugun á þessu að málin eru afar misjöfn
að vöxtum . Stærstu málin voru á þessum
tíma oftast flutt og dæmd í A-deild réttarins
en þar sátu þeir dómarar sem lengstan
höfðu starfsaldur . Ég var ekki í þeim hópi .
Hvað sem þessu líður er alveg ljóst að slíkur
málafjöldi hjá einstökum dómara er ótækur .
Ég fann ekki vel fyrr en eftir að ég hætti
störfum mínum við réttinn hve álagið hafði
verið mikið . Það tók mig þá allt að því hálft
ár að ná jafnvægi í sál og líkama .
Í 11 . kafla að framan gerði ég grein fyrir
sjónarmiðum mínum frá árinu 2000 um
að reynsla af lögmannsstarfi sé haldbesti
undirbúningurinn fyrir dómarastarfið .
Átta ára dómarastarf við Hæstarétt hefur
styrkt mig í þessu viðhorfi . Lögmaðurinn
lærir í starfi sínu hversu miklu máli skiptir
fyrir þá sem eiga í ágreiningi fyrir dómi að
með ferðin á máli þeirra sé þar markviss
og réttlát . Þetta er ekkert gamanmál fyrir
aðila dómsmálanna . Sá sem sest í Hæstarétt
hefði gott af þeirri lífsreynslu sem margir
lögmenn hafa og felst til dæmis í því að
flibbaklæddur borgari situr grátandi fyrir
framan skrifborðið á lokaðri skrifstofunni
eða ef til vill að hafa þurft að gæta hagsmuna
barns og foreldra þess þegar barnið hefur
skaðast í fæðingu og bótakrafa þess skiptir
bæði máli fyrir möguleikana í lífshlaupinu
framundan en felur einnig í sér táknræna
viðurkenningu fyrir málstað þess . Þá skal
líka nefnd sú reynsla lögmanns að hafa
haft til dæmis lækni fyrir framan skrifborð
sitt, sem krafinn er bóta fyrir að hafa ekki
sinnt læknishjálp forsvaranlega og telur
starfsheiður sinn og jafnvel atvinnu í húfi .
E inu sinni frétti ég að fjöl-miðill hefði sett mann í
að rannsaka sératkvæði mín í
því skyni að leiða rök að því
að þar mætti greina einhverja
sér staka pólitíska (?) línu sem
greindi mig frá öðrum . Maður
þessi fann ekkert slíkt og varð
að hverfa frá verki sínu . . . Ég
varð aldrei var við í starfinu við
réttinn að flokkapólitík kæmi
við sögu, þó að sumt fólk telji
slíkt skipta máli fyrir dóm-
störfin . Svo er ekki .