Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 29
28 Þjóðmál haust 2014 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Saga sem Saga vill ekki segja Ég fékkst við það árin 2006–2009 ásamt öðru að þýða Svartbók kommúnism ans á íslensku og ritstýra íslensku útgáfunni . Bókin kom út 31 . ágúst 2009 . Um leið og ég fékk eintak úr prentsmiðjunni, sendi ég Sigrúnu Pálsdóttur, ritstjóra tímaritsins Sögu, tölvuskeyti og spurði, hvort ég ætti að senda henni Svartbókina til umsagnar . Ég fékk svar um hæl 3 . september 2009 í tölvu- skeyti: „Varðandi nýju bókina þína, sem ég óska þér til hamingju með, þá er það þannig að Saga birtir ekki ritdóma um þýðingar .“ Mér þótti þetta svar einkennilegt af tveimur ástæð um . Eitt helsta ágreiningsefnið í ís- lensk um stjórnmálum mestalla tuttugustu öld, að minnsta kosti frá 1930, var afstað an til Ráð stjórnarríkjanna og annarra komm- ún ist aríkja . Vandað alþjóðlegt fræðirit eins og Svart bókin, sem studdist við nýjar heim- ildir um heimshreyfingu kommúnista, ætti að hafa verulegt gildi í umræðum um sögu Ís lands . Í öðru lagi hafði Saga árið 2007 — tveimur árum áður en ég fékk þetta svar — birt 13 blaðsíðna og mjög neikvæða, jafnvel fjand samlega, umsögn um bók, sem var þá verið að þýða og hafði ekki einu sinni verið gefin út, Maó: Sagan sem aldrei var sögð, eftir Jung Chang og Jon Halliday . Umsögnin var eftir dr . Geir Sigurðsson, sem hafði lagt stund á kínverska heimspeki (ekki sagn fræði) . Nám hans í Kína 2001–2003 var fyr ir styrk frá kínverskum stjórnvöldum . Árið 2007 var Geir forstöðumaður Asíuseturs, sem Háskóli Íslands og Háskólinn á Akur- eyri ráku saman, en ári síðar varð hann for- stöðumaður Konfúsíusarsetursins Norður- ljósa, sem starfar við Háskóla Íslands og er kostað af kínverskum stjórnvöldum . Gegndi hann því starfi í nokkur ár . Í öðru tölvu skeyti til mín tók Sigrún Pálsdóttir undir þá hugmynd, að ef til vill ættu tveir sagnfræðingar með ólík sjónarhorn að ræða um Svartbókina í Sögu, en ég heyrði aldrei neitt frekar frá henni um það . Með öðrum orðum: Saga flýtti sér 2007 að birta langa og mjög neikvæða umsögn um ævisögu Maós, sem þá var verið að þýða, en var óútkomin . Höfundur umsagnarinnar var menntaður í heimspeki, ekki sagnfræði, og með náin tengsl við stjórnvöld í Kína, en þar var og er bókin bönnuð . Tveimur árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.