Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 56
Þjóðmál haust 2014 55
er dálítið mikilvægt og eins er það að
náttúruleg dauðsföll þorsks, jafnvel þó
hann sé svangur, eru mjög lág . Eftir
að hann er orðinn 2–3 ára þá er það
í raun og veru maðurinn, sem er aðal
óvinurinn, aðal orsakavaldur dauðsfalla
í stofninum . Hann hefur ekki marga
aðra óvini og hann mun geta skrimt vel
þótt svangur sé .
Það er óásættanlegt að á stærstu rann -
sókna stofnun landsins skulu starfa menn,
sem hafa svona litla þekkingu á fiskifræði
og dýrafræði almennt . Dýr, sem eru í
svelti, hafa minnkað mótstöðuafl og minni
hreyfigetu . Þau eru næmari fyrir sjúkdómum
og sníkju dýrum og eiga erfitt með að forða
sér frá því að verða étin . Góð þrif og góður
vöxtur leiðir til betri afkomu en vanþrif og
aumingjaskapur valda auknum afföllum .
Að halda því fram að þorskurinn sé svo
„ótrúleg skepna“ að hann geti verið í svelti
langtímum saman og sé þannig öðruvísi
en dýr flest, er afneitun og óheyrð fáviska .
Þegar vöxtur er góður er dánartala lág —
og öfugt, þegar vöxtur er lélegur hækkar
dánar talan . Hvernig Hafró kemst upp
með að afneita því að þrif fiska hafi áhrif
á afkomu þeirra er mér hulin ráðgáta .
Fullyrðingin um að eftir að hann sé orðinn
2–3 ára eigi hann sér ekki aðra óvini en
mann inn er dæmalaus . En þetta er því miður
algeng skoðun tölvufiskifræðinga, sem
halda að veiðar séu eini örlagavaldur fiska
og með því að takmarka þær stækki fisk-
stofnar . Minna má á að rannsóknir sýna að
jafnvel skíðishvalir eins og hrefna éta mikið
af þorski, selir éta þorsk, sérstaklega ef hann
er máttfarinn og slappur og þorskurinn étur
eigin afkvæmi í miklum mæli . Þarf ekki að
kútta á marga golþorska til að sjá þetta .
*
Jóhann heldur áfram viðtalinu og víkur nú að ýsunni:
Þetta er svona með þorskinn, það •
er aðeins annað varðandi ýsuna, við
höfum getað séð það að þegar stórir
ár gangar af ýsu koma, þá væntanlega
vegna innbyrðis samkeppni þessara
ein staklinga í stórum árgöngum, þá er
vaxt ar hraði heldur minni en í litlum ár-
göng um . Þetta erum við búnir að vera
að sjá, það sem einnig er mikilvægt að
hafa í huga er að ýsan er töluvert langlíf
tegund þannig að koma tímar og koma
ráð sko, þannig að hún getur líka bætt
við sig þyngd og það er það sem við
erum að sjá núna í ýsustofninum, þó
svo að árgangarnir séu lélegir og kannski
einmitt vegna þess að árgangarnir eru
lélegir þá erum við að ná að kreista út
úr þessum árgöngum 2003 og árgöng-
unum kring um aldamótin sem uxu
frekar hægt vegna þess að það voru
Dýr, sem eru í svelti, hafa minnkað mótstöðuafl og
minni hreyfigetu . Þau eru næmari
fyrir sjúkdómum og sníkjudýrum
og eiga erfitt með að forða sér frá
því að verða étin . Góð þrif og góður
vöxtur leiðir til betri afkomu — en
vanþrif og aumingjaskapur valda
auknum afföllum . Að halda því
fram að þorskurinn sé svo „ótrúleg
skepna“ að hann geti verið í svelti
langtímum saman og sé þannig
öðruvísi en dýr flest, er afneitun og
óheyrð fáviska .