Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 96
Þjóðmál haust 2014 95
Hin bókin sem hér er til umræðu er ein mitt
eftir Ólaf Arnarson og er hún reist á pistlum
hans á Pressunni . Bókin ber hei tið Skuggi
sólkonungs — er Daví ð Oddsson dýrasti mað
ur Íslandssögunnar?
Séu skrif Ólafs Arn ar s on ar sett inn í
mynd ina sem Ingi Freyr Vil hjálms son dreg -
ur er einfalda niðurstaðan
að markmið ið sé að skapa
umbjóðendum Ólafs skjól
og skella allri skuldinni á
Dav íð Odds son . Raun ar
er allt sem Ólafi mislíkar á
stjórn mála vett vangi Davíð
að kenna . Bók Ólafs er skýrt
dæmi um hve Davíð sæk ir
fast á huga margra og rugl ar
jafnvel dómgreind þeirra .
Klifun Inga Freys eru
smá munir við þetta stíl-
bragð í bók Ólafs Arnar-
sonar . Staglið sýnir lesand-
anum fljótt að bókin er safn
pistla . Miklar endur tekn -
ingar og léleg ritstjórn varpa
skugga á verkið en ekki sólkonungurinn .
Hann stendur þetta að sjálf sögðu af sér sem
bókin gerir ekki .
Þegar svona er í pottinn búið kemur að
sjálfsögðu ekkert nýtt fram í bók Ólafs .
Í henni er að finna á einum stað helstu
árásarefni á Davíð Oddsson vegna starfa
hans sem forsætisráðherra, seðlabankastjóri
og ritstjóri . Þegar menn rísa hátt þarf einnig
að reiða hátt til höggs vilji menn valda
þeim miska . Ólafur Arnarson hefur enga
burði til að takast á við Davíð Oddsson á
málefnalegum grunni . Texti hans einkenn-
ist þess vegna um of af illvilja .
Víða er leitað fanga til að gera hlut Davíðs
sem verstan . Til dæmis er endurbirt grein
eftir Guðna Elísson, kennara í Há skóla
Íslands, til að taka und ir furðukenningu
um að Davíð hafi elt George W . Bush
Bandaríkjaforseta í um hverfismálum, lagst á
„árar með olíuríkjum og umhverfissóðum“
til að halda í varnarliðið á Kefla víkur-
flugvelli .
Furðulega mikilli trú er lýst á Þjóð hags-
stofnun . Gefur Ólafur til kynna að hrunið
hefði ekki orðið hefði hennar notið við í
aðdraganda þess . Um stofn-
unina giltu lög og sam þykkti
alþingi að af nema þau —
af annar leg um hvötum
Davíðs, segir Ólafur .
Goðsögnin um að Þjóð-
hagsstofnun hefði bjargað
bönkunum frá gjald þroti
er liður í þeim áróðri að
íslenska banka kerfið hefði
getað staðist kreppuna
árið 2008 fyrir tilstilli ís-
lenskra embættismanna .
Þessa skoðun er leitast við
að rökstyðja með vísan til
rann sóknarskýrslunnar sem
var unnin fyrir al þingi .
Þar er hins vegar of mikið
gert úr gildi stjórn sýsluathafna til bjargar
bönkum í vanda . Kreppan á evru-svæðinu
sýnir að engin stjórn sýslu brögð duga til að
forða bönkum frá gjald þroti .
Ólafur setur sig á háan hest og segir (bls .
75): „Segja má að Davíð sé, með fullri virð-
ingu fyrir lögfræðingastéttinni, holdgerv-
ing ur hins heimaalda íslenska lögfræðings .
Sá er karlmaður, sem lokið hefur embættis-
prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands en aldrei
komið til útlanda öðruvísi en sem ferða-
maður á sólarströnd eða embættismaður
með Saga-Class miða greiddan af ríki eða
sveitarfélagi í brjóstvasanum . Enska tungu
þekkir slíkur heimaalinn lögfræðingur mest
af afspurn . Aldrei hefur hann sótt nám til
útlanda eða kynnst af eigin raun menningu
og reynsluheimi annarra en þeirra sem
alið hafa sinn aldur Reykjavík [svo!] og