Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 48
 Þjóðmál haust 2014 47 byggja upp meira sjálfstraust í notkun markmálsins og átta sig betur á hvar göt eru í kunnáttunni til að læra af síðar meir . Ílag og lestur kennslubóka í háskóla Fjöldi rannsókna bendir til þess að stór hópur háskólanema eigi í verulegum erfiðleikum með lestur kennslubóka og fræðigreina á ensku . Þetta á ekki einungis við háskólanema í löndum eins og Þýskalandi og Spáni, þar sem ílagið í málumhverfinu er mun minna en þekkist hér á landi . Lestur kennslubóka á háskólastigi veldur líka stúdentum á Íslandi og Norðurlönd- um tals verðum erfiðleikum . Samkvæmt ranns ókn dr . Birnu Arnbjörnsdóttur, prófessors við hugvísindadeild HÍ, og dr . Hafdísar Ingvarsdóttur, prófessors við menntavísindasvið HÍ, verja nemendur við HÍ verulegum tíma við uppflettingar í orðabókum . Þá eyða margir þeirra ómæld- um tíma í að þýða einstaka greinar eða kafla orð fyrir orð til að staðfesta skilning sinn á lesefninu . Þetta er mjög bagalegt því samkvæmt doktorsrannsókn Huldu Kristínar Jónsdóttur, aðjúnkts í ensku við HÍ, eru 90% kennslubóka HÍ á ensku . Rann sókn dr . Roberts Bermans, dósents við mennta vísindasvið HÍ, á lestrarfærni fyrsta árs nema á ensku við sama skóla, leiddi í ljós að yfir 20% þeirra áttu í miklum erfið- leikum með skilning á enskum lestextum . Ennfremur benda bráðabirgðaniðurstöður doktorsrannsóknar minnar til þess að stór hópur nemenda, sem eru við það að ljúka framhaldsskóla á Íslandi, eigi í erfiðleikum með lesskilning á fræðitextum auk þess sem tjáningarfærni þeirra í ritun á formlegri ensku, t .d . á sviði vísinda og tækni, sé verulega ábótavant . Þá er vert að nefna niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem dr . Glenn Ole Hellekjær, prófessor í hag- nýtum málvísindum við Óslóarháskóla, gerði á lesskilningi norskra háskólanema á kennslubókum og fræðigreinum á ensku . Rann sókn Hellekjærs var mjög yfirgrips- mikil og gaf því mun ákveðnari vísbending- ar en þær íslensku rannsóknir sem þegar liggja fyrir um sambærileg efni og minnst er á hér að ofan . Og þar sem búast má við að færni norskra og íslenskra háskólanema í ensku sé mjög svipuð er afar sennilegt að heimfæra megi niðurstöður norsku rannsóknarinnar á íslenskan veruleika . Því er forvitnilegt að skoða helstu niðurstöður þessarar rannsóknar dr . Hellekjærs . Rannsókn Hellekjærs Helstu niðurstöður rannsóknar Helle-kjærs á lestrarfærni norskra háskóla- nema á fræðitextum á ensku voru þær að um 30% nemenda áttu í verulegum vandræðum með lesturinn og 44% fannst erfiðara að lesa fræðitexta á ensku en norsku . Helstu vandamálin við lestur á ensku var slakur orðaforði og hægur lestur . Ennfremur kom í ljós að fjölmargir áttu í það miklum erfiðleikum með lestur fræði- og vísindatexta á ensku að þeir gátu ekki lesið sér til gagns . Hvað varðar þau tæp 25% nemenda sem höfðu mestu lestrarfærnina þá leiddi rannsóknin í ljós að sú breyta sem skýrði best árangur þeirra var reglubundinn lestur sjálfvalinna bóka og tímarita á ensku um árabil . Langvarandi og reglubundin lestur af þessu tagi skýrði um 30% af mismunandi lestrarfærni þátttakenda . Þá skýrði notkun fjölmiðlaefnis, t .d . sjónvarpsáhorf á enskumælandi efni án texta eða lestur á Netinu á enskum textum, umtalsvert hlutfall af breytileika lestrarfærni nemendanna eða tæp 10% . Lítill munur reyndist hins vegar á færni þessara nemenda eftir því hvað þeir höfðu lokið mörgum enskuáfangum í framhaldsskóla . Hellekjær telur skýringuna vera þá að verulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.