Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 26

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 26
 Þjóðmál haust 2014 25 aðar . „Útbýting skömmtunarseðla hófst í morg un í Iðnaðarmannahúsinu (Iðnó),“ sagði í einu Reykjavíkurblaðanna 21 . febrúar — „voru 8 menn við afhend ing una og höfðu ekki við“ .32 Fólk var hvatt til að spara og búa meira að sínu, rækta kartöflur, tína fjallagrös og fleira . Raddir heyrðust um að loka ætti kaffistöð um og kvikmyndahúsum í Reykjavík, jafnvel banna allar skemmtanir . Hneykslan legt væri að sjá fólk „sólunda fé sínu“ á slíkum óvissu tímum . „Eins dags eyðsla á kaffi húsi mundi fæða meðalheimili hér í bæ í viku,“ fullyrti góður og gegn borgari um miðjan febrúar 1917 . Og hann spurði: „Er nokk urt vit í því að láta allt reka á reiðanum, þar til einn góðan veður dag að við stöndum eins og skip brots menn, staddir á flæðiskeri langt úti í hafi, hróp andi á hjálp þegar flóð aldan leggur að landi?“33 Á alþingi ræddu menn löngum stund- um um „þjóðarvandræði“ þau er af heims- styrjöldinni leiddu .34 Um sumarið stóð bæjarstjórnin í Reykjavík fyrir stórfelldum mógreftri í Kringlumýri til að bæta fyrir kolaskortinn auk þess sem menn reyndu fyrir sér með íslensk kol . Vegna skorts á kolum og olíu óttuðust margir að útgerð legðist að miklu leyti af . Hér gæti þá skapast „slíkt hörmungarástand, að eigi hefur annað eins þekkst í manna minnum,“ skrifaði Morgunblaðið í júlí 1917 .35 Betur fór þó en á horfðist . Fólk dó ekki úr hungri þótt margir byggju við þröngan kost . En síðasti ófriðarveturinn var Íslendingum þungur í skauti . Dæmalausar frosthörkur í ársbyrjun 1918 bættust ofan á dýrtíðina og vöruskortinn . Skólahald lá víða niðri um lengri eða skemmri tíma en sumstaðar var gripið til þess ráðs að stytta skóladaginn og spara með því eldsneyti . Verst varð ástandið þó á haustmánuðum 1918 þegar spænska veikin geisaði . Um 500 Íslendingar létust, helmingur þeirra í Reykjavík . Vegurinn fylgi vandanum Þegar breski samningurinn var til um-ræðu á alþingi lýsti Bjarni Jónsson frá Vogi, sá miklu eldhugi og sjálfstæðissinni, þeirri skoðun sinni að með því að leggja blessun sína yfir samningsgerðina hefðu dönsk stjórnvöld í raun viðurkennt „full- veldis rétt“ Íslendinga . Með samningunum væri þar að auki fengin „viðurkenning eins vold ugasta stórveldis heimsins, Bretaveldis, á full veldi Íslands“ .36 Íslendingar þurftu að treysta á sjálfa sig á stríðsárunum og færðust hratt í átt til sjálfstæðis . Í merkilegri grein í Vísi vorið 1917 segir að fram til þessa hafi viðkvæðið oft verið að Íslendingar væru „fáir, fátækir og smáir“ og yrðu því „að njóta verndar Dana út á við“ . En nú hafi tíminn leitt í ljós að sú vernd væri „harla lítils virði“ . Síðan segir: „Lega landsins er þannig, að það hlýtur að vera sjálfstætt . Að sambandi við Danmörku getur því aldrei orðið gagn . Ógagn og hætta getur landinu aftur á móti stafað af því sambandi .“ Það Fólk var hvatt til að spara og búa meira að sínu, rækta kartöflur, tína fjallagrös og fleira . Raddir heyrðust um að loka ætti kaffi stöð- um og kvikmyndahúsum í Reykja- vík, jafnvel banna allar skemmt- anir . Hneykslan legt væri að sjá fólk „sólunda fé sínu“ á slíkum óvissu- tímum . „Eins dags eyðsla á kaffi húsi mundi fæða meðalheimili hér í bæ í viku,“ fullyrti góður og gegn borgari um miðjan febrúar 1917 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.