Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 65

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 65
64 Þjóðmál haust 2014 Smásögur lifa ákaflega mikið fyrir það sem er ósagt og þær eiga að lifa fyrir það .“ Í smásagnasafni hans eru sjö stuttar smásögur . Hinar elstu eru nær þrjátíu ára og birtust í tímaritinu Helgafelli . En þrjár eru næsta nýjar . Elstu sögurnar fjórar ger- ast í New York, þar sem höfundur bjó lengi . New York-sögurnar einkennast meðal annars af vandaðri byggingu . Segja má að burð ar ásarnir séu duldir í því sem virðist vera smáatriði og kemur aðeins óbeint fram . Slíkt er háttur vandaðra smásagnahöfunda, þannig nýta þeir vel hvert efnisatriði og sögulok verða lesanda í senn óvænt og þó eðlileg . Þannig er fyrsta sagan, Öll þessi gæði, þrungin fyrirboðum sem eru óljósir en óheilla vænlegir . Áberandi eru leiði minni . Það eru smáatriði sem eru þýðingarlaus fyrir framrás sögunnar en eru endurtekin með tilbrigðum . Þannig þétta þau vef sögunnar, tengja saman einstaka hluta hennar . Hér er merkilegast að spunnin skuli saman atvik sem ekkert eiga sameiginlegt nema yfirborðssvip og dauða þar og hér . Sagan miðlar þeim mun sterkari tilfinningu fyrir margbrotnu mannlífi stórborgarinnar, óþekkjanlegu með öllu . — Og auðvitað er það ekki bundið við stórborgir, heldur rauði þráðurinn í þessum sögum, virðist mér, það sem þeim er einkum sameiginlegt . Fjarlægð sögumanns frá efninu mætti líka kalla þetta en Kristján leggur sig fram um að undirstrika þessa fjarlægð með ýmsu móti; til dæmis með tilvísunum sögumanns í bókmenntir með alls konar upplýsingum um sögumann sem virðast ekkert koma söguefninu við og með sérkennilegu orðalagi hans . V Ég lýk þessu á ljóði úr síðustu kvæðabók Kristjáns (Kvæðasafn og sögur, bls . 333): Þann dag sem fór hjá og ég ætlaði að endurheimta þann dag sem regnið féll þurrt eins og sandur þann dag sem ég sniðgekk eins og spákonu af Ströndum þann dag sem ég flýði og flýr mig í dag eins og pest þann dag sem ég gleymdi um tíma þann dag sem ég gerði ekki neitt þann dag læt ég greypa í stein á leiði mitt . Ekki verður þessi grein lengri, en nánari mynd skáldverka Kristjáns fá lesendur í for- mála Magnúsar Sigurðssonar, ritdómum Bern ards Scudders, sem Kristján lét vel af, en þó fyrst og fremst í verkum Kristjáns sjálfs . Heimildir: Jakob F . Ásgeirsson: Eindagar þess sem reynist . Um smásögur Kristjáns . Mbl. 24 .11 .1985 . Jakob F . Ásgeirsson: Í húsi listamanns . Rvík 2006 . (Kristján Karlsson, bls . 134–145 . (Feb . 1985 .)) Kristján Karlsson: Hús sem hreyfist. Sjö ljóðskáld . Rvík 1986 . Kristján Karlsson: Limrur . Rvík 2005 . Kristján Karlsson: Kvæðasafn og sögur . Rvík 2005 . Kristján Karlsson: Kvæðaúrval . Rvík 2009 . Magnús Sigurðsson: Síðsumars . . . Um kvæðagerð Kristjáns Karlssonar . Kvæðaúrval, bls . 9–48 . Matthías Johannessen: Bókmenntaþættir . Rvík 1985 (bls . 226–258, Um kvæði Kristjáns Karlssonar .) Bernard Scudder: Ritdómur . Mbl . 7 .7 .1985 . Bernard Scudder: Ritdómur um Kvæði 1984 . Skírnir 1985, bls . 311–320 . Örn Ólafsson: Ritdómur um Kvæði 84: DV 21 .12 . 1984 . Örn Ólafsson: Ritdómur um smásögur Kristjáns Karlssonar . DV 10 .12 .1985 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.