Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 65
64 Þjóðmál haust 2014
Smásögur lifa ákaflega mikið fyrir það sem
er ósagt og þær eiga að lifa fyrir það .“
Í smásagnasafni hans eru sjö stuttar
smásögur . Hinar elstu eru nær þrjátíu ára
og birtust í tímaritinu Helgafelli . En þrjár
eru næsta nýjar . Elstu sögurnar fjórar ger-
ast í New York, þar sem höfundur bjó
lengi . New York-sögurnar einkennast
meðal annars af vandaðri byggingu . Segja
má að burð ar ásarnir séu duldir í því sem
virðist vera smáatriði og kemur aðeins
óbeint fram . Slíkt er háttur vandaðra
smásagnahöfunda, þannig nýta þeir vel
hvert efnisatriði og sögulok verða lesanda í
senn óvænt og þó eðlileg . Þannig er fyrsta
sagan, Öll þessi gæði, þrungin fyrirboðum
sem eru óljósir en óheilla vænlegir . Áberandi
eru leiði minni . Það eru smáatriði sem eru
þýðingarlaus fyrir framrás sögunnar en eru
endurtekin með tilbrigðum . Þannig þétta
þau vef sögunnar, tengja saman einstaka
hluta hennar . Hér er merkilegast að
spunnin skuli saman atvik sem ekkert eiga
sameiginlegt nema yfirborðssvip og dauða
þar og hér . Sagan miðlar þeim mun sterkari
tilfinningu fyrir margbrotnu mannlífi
stórborgarinnar, óþekkjanlegu með öllu .
— Og auðvitað er það ekki bundið við
stórborgir, heldur rauði þráðurinn í þessum
sögum, virðist mér, það sem þeim er
einkum sameiginlegt . Fjarlægð sögumanns
frá efninu mætti líka kalla þetta en Kristján
leggur sig fram um að undirstrika þessa
fjarlægð með ýmsu móti; til dæmis með
tilvísunum sögumanns í bókmenntir með
alls konar upplýsingum um sögumann
sem virðast ekkert koma söguefninu við og
með sérkennilegu orðalagi hans .
V
Ég lýk þessu á ljóði úr síðustu kvæðabók
Kristjáns (Kvæðasafn og sögur, bls . 333):
Þann dag sem fór hjá
og ég ætlaði að endurheimta
þann dag sem regnið féll þurrt
eins og sandur
þann dag sem ég sniðgekk eins
og spákonu af Ströndum
þann dag sem ég flýði og flýr
mig í dag eins og pest
þann dag sem ég gleymdi um tíma
þann dag sem ég gerði ekki neitt
þann dag læt ég greypa
í stein á leiði mitt .
Ekki verður þessi grein lengri, en nánari
mynd skáldverka Kristjáns fá lesendur í for-
mála Magnúsar Sigurðssonar, ritdómum
Bern ards Scudders, sem Kristján lét vel af, en
þó fyrst og fremst í verkum Kristjáns sjálfs .
Heimildir:
Jakob F . Ásgeirsson: Eindagar þess sem reynist . Um
smásögur Kristjáns . Mbl. 24 .11 .1985 .
Jakob F . Ásgeirsson: Í húsi listamanns . Rvík 2006 .
(Kristján Karlsson, bls . 134–145 . (Feb . 1985 .))
Kristján Karlsson: Hús sem hreyfist. Sjö ljóðskáld .
Rvík 1986 .
Kristján Karlsson: Limrur . Rvík 2005 .
Kristján Karlsson: Kvæðasafn og sögur . Rvík 2005 .
Kristján Karlsson: Kvæðaúrval . Rvík 2009 .
Magnús Sigurðsson: Síðsumars . . . Um kvæðagerð
Kristjáns Karlssonar . Kvæðaúrval, bls . 9–48 .
Matthías Johannessen: Bókmenntaþættir . Rvík 1985
(bls . 226–258, Um kvæði Kristjáns Karlssonar .)
Bernard Scudder: Ritdómur . Mbl . 7 .7 .1985 .
Bernard Scudder: Ritdómur um Kvæði 1984 .
Skírnir 1985, bls . 311–320 .
Örn Ólafsson: Ritdómur um Kvæði 84: DV 21 .12 .
1984 .
Örn Ólafsson: Ritdómur um smásögur Kristjáns
Karlssonar . DV 10 .12 .1985 .