Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 24
Þjóðmál haust 2014 23
Dýrtíðin
Sumir furðuðu sig á því að á sama tíma og „gullið sópaðist inn í landið“ kvæðu
við „kveinstafir af hverju landshorni“ .25 En
skýringin á kveinstöfunum var einföld . Í
stríðsbyrjun skall verðbólguskriða á þjóðinni
og það var ekki síst almenningur í þéttbýli
sem varð fyrir barðinu á henni . Innfluttar
vörur snarhækkuðu í verði og kaupgjald hélt
ekki í við hækkanirnar, kaupmáttur rýrnaði .
Í þá daga talaði fólk ekki um verðbólgu
heldur dýrtíð og fáum orðum bregður oftar
fyrir í umræðu um þjóðarhag á stríðs-
árunum . Daglangt og árlangt ræddu menn
„dýr tíðar ráðstafanir“ . Opinberir starfs menn
Að kvöldi fimmtudagsins 27 . ágúst 1914 bárust þær fréttir til landsins að togarinn Skúli fógeti hefði rekist á tundur dufl og farist úti fyrir
austurströnd Eng lands . Togarinn hafði selt afla á Englandi og var á heimleið .
Í áhöfninni voru 17 menn og týndu fjórir þeirra lífi . Að auki slösuðust þrír .
Slysið minnti Íslendinga óþyrmi lega á að Norðurálfuófriðurinn var dauð ans
alvara . Blaðið Ísafold skrifaði 29 . ágúst:
„Íslendingum hefur, sem von er, fundist þeir fjarri ófriðnum og þeim
hættum, sem hann hefur í för með sér, en nú er eins og fregn þessi hafi allt
í einu dregið oss nær ófriðar stöðvunum . Hin friðsama og af skekkta þjóð vor
hefur ekki komist hjá að láta sonu sína og eignir að fórn í ófriðnum, og þó að
aðrar þjóðir missi meira, þá er á það að líta, að hér er af litlu að taka .“
Skipstjórinn á Skúla fógeta hét Krist ján Kristjánsson . Í Morgunblaðinu 20 .
sept ember 1914 birtist frásögn hans af slysinu . Þar lýsir hann því hvernig
togarinn rak stefnið í tundurduflið og „þegar sprengingin varð, með dimmum,
allháum hvelli, hafi gosið undan báðum kinnungum skipsins blossar, reykur
og sjór og stigið hátt í loft“ . Ennfremur: „Við sprenginguna lyftist skipið upp
að framan, og þegar það féll niður aftur, steyptist yfir það mikill sjór, er gekk
aftur yfir það allt og fór niður í vélarúm og víðar . Þar með var skipið algerlega
kyrrt, ekkert framskrið, svo var mikill kraftur í þessari vítisvél, að hún stöðvaði
Skúla á augnabliki .“
Skömmu síðar sökk togarinn en 13 áhafnarmeðlimum tókst að komast
í skipsbát . Þeir reru að bresku síldarskipi sem þarna var statt og flutti þá í
land . Til Reykjavíkur komu skipbrotsmennirnir þann 16 . september með
togaranum Jóni forseta .
Skúli fógeti var með fyrstu skipum sem fórust í stríðinu enda var innan við
mánuður liðinn frá því að friðslit urðu með evrópsku stórveldunum . Þýskur
kafbátur grandaði óvinaskipi í fyrsta sinn 5 . september 1914 .
Skúli fógeti ferst