Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 41
40 Þjóðmál haust 2014
líka verri maður . Þeir Hitler og Stalín hafi
vissulega verið siðlausir og miskunnarlausir,
en ekki haft sömu skemmtun af glæpum
og Maó, sem bersýnilega hafi verið haldinn
kvalalosta .
Veggmyndin er enn á Torginu
Einkennilegt þætti áreiðanlega, ef einhver sagnfræðingur sendi ritgerð
til birtingar í Sögu um það, að höfundar
væntanlegrar ævisögu Hitlers væru honum
ekki nógu vinveittir . Þar væri gert of lítið
úr hlut hans fyrstu ár nasistaflokksins eða
hugrekki hans í fyrri heimsstyrjöld, og þar
kæmi ekki nógu skýrt fram, að hann hefði
verið sómasamlegur vatnslitamálari, góður
við börn og hunda og hófsmaður í mat og
drykk . Þar væri ekki heldur gerð grein fyrir
hinu „sögulega samhengi“, hvernig Hitler
hefði gert Þýskaland að stórveldi aftur og
blásið þjóð sinni í brjóst stolti á ný eftir
niðurlægingu Versalasamningsins 1919 og
óðaverðbólgunnar á þriðja áratug .22 En bók
Jungs Changs og Jons Hallidays er ekki síst
skrifuð til þess að benda á, að mat Kínverja
og Vesturlandamanna á Maó hefur einmitt
spillst af því, að kínversk stjórnvöld halda
enn uppi merki hans . Eftirmáli þeirra er
stuttur: „Veggmyndin af Maó og lík hans eru
enn í dag í forgrunni á Torgi hins himneska
friðar í hjarta kínversku höfuðborgarinnar .
Kommúnistastjórn landsins lítur á sig sem
arftaka Maós og viðheldur goðsögninni um
hann af harðfylgi .“23
Í þessu ljósi er ritgerð Geirs Sigurðssonar
í Sögu líka einkennileg . Ekkert er frumlegt
í henni, heldur er hún endursögn ritdóma
um bók Changs og Hallidays í London
Review of Books eftir Andrew J . Nathan, í
The China Journal eftir Gregor Benton og
fleiri og eftir Alfred Chan í Pacific Affairs .
Geir vitnar oftast samviskusamlega í þessa
höfunda, en ekki alltaf . Hann vitnar til
dæmis ekki í neinn um þessa fullyrðingu:
„Mao talaði vissulega kínversku með
staðbundnum hreim en ef hann hefði
einungis talað Shaoshin-mállýskuna hefðu
ekki margir skilið hann í Beijing .“ En
Gregor Benton og Steve Tsang segja: „Mao
did speak Putonghua — though with a very
strong accent . Had he spoken only his local
dialect, no one outside Shaoshan would
have understood him .“24 Tímasetning
birt ingar innar, vorið 2007, er enn fremur
undar leg . Hvers vegna beið Geir ekki
eftir því, að ævisaga Maós kæmi út þá um
E inkennilegt þætti áreiðanlega, ef einhver sagnfræðingur
sendi ritgerð til birtingar í Sögu
um það, að höfundar væntanlegrar
ævisögu Hitlers væru honum
ekki nógu vinveittir . Þar væri
gert of lítið úr hlut hans fyrstu
ár nasistaflokksins eða hugrekki
hans í fyrri heimsstyrjöld, og þar
kæmi ekki nógu skýrt fram, að
hann hefði verið sómasamlegur
vatnslitamálari, góður við börn
og hunda og hófsmaður í mat
og drykk . Þar væri ekki heldur
gerð grein fyrir hinu „sögulega
samhengi“, hvernig Hitler hefði
gert Þýskaland að stórveldi aftur
og blásið þjóð sinni í brjóst
stolti á ný eftir niðurlægingu
Versalasamningsins 1919 og
óðaverðbólgunnar á þriðja
áratug .