Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 46
Þjóðmál haust 2014 45
Frosti Bergsson, fyrrverandi stjórnar-formaður Opinna kerfa, sagði á Við-
skipta þingi Verslunarráðs um íslenskt
menntakerfi í febrúar 2001, að Íslendingar
ættu að taka upp þá stefnu að verða
tvítyngdir á íslensku og ensku . Ekki útskýrði
Frosti nánar hvað hann átti við með tví tyngi
en gera má ráð fyrir að hann hafi meint að
auk móðurmálsins íslensku ættum við að
stefna að því að ná það góðu valdi á ensku
að við gætum talað hana reiprennandi og
notað hana við fjölbreyttar aðstæður af
öryggi . Frosti vísaði til ýmissa þjóða sem
tekið hefðu stefnuna á tvítyngi og benti að
auki á að þörfin væri brýn í heimi síaukinna
alþjóðlegra viðskipta .
Í kjölfar ummæla Frosta hófst mikil um-
ræða í fjölmiðlum um þessar hugmyndir
hans, aðallega þó í neikvæðari kantinum .
Marg ir töldu að enskufærni Íslendinga væri
stór lega ofmetin og því óraunhæft að stefna
að tvítyngi . Aðrir lýstu áhyggjum sínum af
örlögum íslenskunnar, að enskan myndi þá
með tímanum ryðja móðurmálinu úr vegi .
Í þessari grein er ætlun mín að leggja
mat á kunnáttu okkar Íslendinga í ensku
ásamt því að ræða hvort markmið Frosta
séu raunhæf . En þar sem hugmyndir Frosta
eru afar stórtækar og metnaðarfullar er
rétt að verja talsverðum hluta greinarinnar
í umfjöllun um fáein mikilvæg hugtök og
nokkrar þýðingarmiklar rannsóknir fræði-
manna og kennara á sviði enskrar mál-
notkunar og hagnýtra málvísinda .
Ílag
Tileinkun annars tungumáls er flókið og hægfara ferli . Ótal breytur koma
inn í myndina svo sem færni í móðurmáli,
sjálfstraust, kennsluaðferðir, áhugahvöt,
tæki færi til notkunar tungumálsins við
raun verulegar aðstæður og þar fram eftir
götu num . Ein breyta vegur þó allra þyngst
en það er ílag (e . input) . Því meira sem ílag-
ið er í málumhverfinu því betur og hraðar
tileinkar fólk sér tungumálið . En hvað er
ílag?
Ílag er hvers kyns skilaboð sem þú heyr-
ir eða lest á viðkomandi tungumáli í merk-
ing ar bæru samhengi . Með merkingarbæru
sam hengi er átt við að þú hafir áhuga á að
meðtaka viðkomandi skilaboð og að þau
séu sett fram á skiljanlegan hátt miðað við
færni þína í tungumálinu á hverjum tíma .
Tökum dæmi af einstaklingi sem er
skammt á veg kominn í enskunámi sínu .
Fyrir honum fæli lestur á bresku dagblaði
ekki í sér ílag . Ástæðan er sú að þótt blaðið
innihaldi mikið magn af ensku er hún of
Guðmundur Edgarsson
Staða enskunnar á Íslandi