Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 89
88 Þjóðmál haust 2014
Fimmtudaginn 15 . maí 2014 hitti blaðamaður
norska dagblaðsins Nordlys
tvo fjár sýslumenn í hinu nýja
Clarion-hóteli The Edge í
Tromsø í Norður-Noregi . Þeir voru Ola O .
K . Gjæver jr ., margmilljóna mæring ur, flug-
maður og landeigandi, og Kurt Arild Larsen
verkefnastjóri . Blaðamaðurinn segir að tilefni
þess að hann hitti mennina tvo hafi ekki verið
smávægilegt, þeir hafi kynnt honum „stærstu
fjármálapólitísku sprengju“ sem nokkurn
tíma hafi sést í norðurhluta Noregs .
„Ég get lofað þér nýjum tímum í
sveitarfélaginu Lyngen, ég treysti því að
Huang Nubo muni skapa risavaxin og
jákvæð um skipti um allan Norður-Noreg .
Enginn kapítal isti stendur Huang á sporði,“
segir Gjæver jr . við blaðamanninn Knut-
Eirik Lindblad .
Fyrir blaðamanninum er kynnt að Huang
Nubo, milljarðamæringi frá Kína, hafi verið
seldir 100 hektarar lands í héraðinu Troms í
Norður-Noregi .
Í norskum fjölmiðlum er jafnframt sagt
frá því í maí 2014 að Huang Nubo hafi
vakið á sér athygli undanfarin ár með
stórtækum áformum um að kaupa land á
Íslandi og Svalbarða . Þessi áform hafi kallað
á gagnrýni margra sérfræðinga
sem hafi varað við því að
kínverska ríkisstjórnin kynni
að standa að baki þeim og fyrir
henni vekti að ná fótfestu á
norðurslóðum og í Norður-Íshafi . Huang
Nubo sé félagi í Kommúnistaflokki Kína og
hann hafi starfað í tíu ár í áróðursmálaráðu-
neyti Kína .
*
Hér í Þjóðmálum hafa birst tvær úttektir um áform Huangs Nubos hér á
landi, veturinn 2011 og sumarið 2012 .
Niðurstaðan var að hafa skyldi varann á
gagnvart áforum milljarðamæringsins á
Grímsstöðum á Fjöll um . Þá væri augljóslega
kannað hve langt mætti ganga í samskiptum
við sveitarfélög á Norð austurlandi í þágu
auðmannsins .
Formlega hefur Huang Nubo ekki fallið
frá því að vilja eignast Grímsstaði á Fjöllum
eða koma sér þar fyrir . Eftir að Hanna Birna
Krist jánsdóttir varð innanríkisráðherra í
rík is stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar í maí 2013 tók Halldór Jóhannsson,
um boðs maður Huangs, að gefa yfirlýsingar
í nafni umbjóðanda síns .
Huang Nubo beinir
athygli að Noregi
Sagður hafa keypt land í Troms
ÞJÓÐMÁL
• ÚTTEKT •