Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 89

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 89
88 Þjóðmál haust 2014 Fimmtudaginn 15 . maí 2014 hitti blaðamaður norska dagblaðsins Nordlys tvo fjár sýslumenn í hinu nýja Clarion-hóteli The Edge í Tromsø í Norður-Noregi . Þeir voru Ola O . K . Gjæver jr ., margmilljóna mæring ur, flug- maður og landeigandi, og Kurt Arild Larsen verkefnastjóri . Blaðamaðurinn segir að tilefni þess að hann hitti mennina tvo hafi ekki verið smávægilegt, þeir hafi kynnt honum „stærstu fjármálapólitísku sprengju“ sem nokkurn tíma hafi sést í norðurhluta Noregs . „Ég get lofað þér nýjum tímum í sveitarfélaginu Lyngen, ég treysti því að Huang Nubo muni skapa risavaxin og jákvæð um skipti um allan Norður-Noreg . Enginn kapítal isti stendur Huang á sporði,“ segir Gjæver jr . við blaðamanninn Knut- Eirik Lindblad . Fyrir blaðamanninum er kynnt að Huang Nubo, milljarðamæringi frá Kína, hafi verið seldir 100 hektarar lands í héraðinu Troms í Norður-Noregi . Í norskum fjölmiðlum er jafnframt sagt frá því í maí 2014 að Huang Nubo hafi vakið á sér athygli undanfarin ár með stórtækum áformum um að kaupa land á Íslandi og Svalbarða . Þessi áform hafi kallað á gagnrýni margra sérfræðinga sem hafi varað við því að kínverska ríkisstjórnin kynni að standa að baki þeim og fyrir henni vekti að ná fótfestu á norðurslóðum og í Norður-Íshafi . Huang Nubo sé félagi í Kommúnistaflokki Kína og hann hafi starfað í tíu ár í áróðursmálaráðu- neyti Kína . * Hér í Þjóðmálum hafa birst tvær úttektir um áform Huangs Nubos hér á landi, veturinn 2011 og sumarið 2012 . Niðurstaðan var að hafa skyldi varann á gagnvart áforum milljarðamæringsins á Grímsstöðum á Fjöll um . Þá væri augljóslega kannað hve langt mætti ganga í samskiptum við sveitarfélög á Norð austurlandi í þágu auðmannsins . Formlega hefur Huang Nubo ekki fallið frá því að vilja eignast Grímsstaði á Fjöllum eða koma sér þar fyrir . Eftir að Hanna Birna Krist jánsdóttir varð innanríkisráðherra í rík is stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar í maí 2013 tók Halldór Jóhannsson, um boðs maður Huangs, að gefa yfirlýsingar í nafni umbjóðanda síns . Huang Nubo beinir athygli að Noregi Sagður hafa keypt land í Troms ÞJÓÐMÁL • ÚTTEKT •
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.