Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 7
6 Þjóðmál haust 2014 sýningum og tónleikum . Hún er nú rekin af Media Consulta í Berlín og minnir helst á MÍR, Menningartengsl Íslands og Ráð- stjórnar ríkjanna, Sovétvinafélagið í kalda stríðinu . II . Jean-Claude Juncker vissi að stefna hans um að falla frá öllum áformum um stækk un ESB nyti stuðnings meirihluta ESB-þingmanna . Honum var kappsmál að fá sem flest atkvæði þeirra og sanna þannig rétt mæti þess að ESB-þingið fengi þau auknu völd sem fólust í aðferðinni við að velja hann í forsæti í framkvæmdastjórninni . Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, var eini valdamaðurinn innan ESB sem tísti eitthvað gagnvart Íslandi eftir að Juncker kynnti stefnu sína . Bildt sagði á Twitter: Ekki loka á Íslendinga, ef þeir skyldu skipta um skoð- un! Bildt tók við aðildarumsókninni úr hendi Össurar Skarphéðinssonar, þáv . utan- ríkisráðherra, í Stokkhólmi hinn 23 . júlí 2009 . Hann var einnig ráðgjafi Össurar í um sóknarferlinu og töldu þeir upphaflega að ferlið mundi taka um 18 mánuði . Ís- lend ingar gætu hvað sem öðru liði örugg- lega tekið afstöðu til aðildarsamnings fyrir árslok 2012 . Í frétt á vefsíðunni mbl.is hinn 25 . ágúst 2014 sagði að tæpur helmingur íbúa ríkja Evrópu sambandsins væri andvígur frekari stækk un sambandsins í fyrirsjáanlegri fram- tíð, það er 49% íbúanna . Hins vegar væru 37% hlynnt frekari stækkun ESB . Tölurnar sýna að afstaða Junckers og ESB-þingsins er í sam ræmi við sjónarmið kjósenda að þessu leyti . Á mbl.is sagði að könnunin hefði verið gerð af Eurobarometer sem kannaði reglu- lega viðhorf þjóða ESB til ýmissa þátta sem snerta sambandið . Viðhorf innan einstakra ríkja ESB eru mismunandi . Til dæmis vilja 70% Rúmena að ESB haldi áfram að stækka en 71% Þjóðverja eru frekar andvígir því, 69% Frakka og 67% Austurríkismanna . Allt ber þetta að sama brunni . Frekari stækk un ESB er alls ekki á döfinni . Hið ein- kennilega og í raun óskiljanlega er að ríkis- stjórn Íslands sem er fyrir sitt leyti á móti stækk un ESB getur ekki tekið af skarið og aftur kallað aðildarumsókn Íslands . Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fer með mál ið og hans er frumkvæðið . Efnislega er mál ið dautt, minningarorðin hafa verið flutt, að ríkisstjórnin hafi ekki þrek til að kasta rekunum er hið eina sorglega í mál inu . Áður en ný framkvæmdastjórn ESB tekur við völdum 1 . nóvember 2014 verður ríkisstjórnin að komast að niðurstöðu sem kynnt verði Jean-Claude Juncker strax og sam starfsfólk hans í framkvæmdastjórn inni sest að völdum . III . Föstudaginn 15 . ágúst 2014 lá fyrir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan ríkis- ráðherra, sætti í ákæru í „lekamálinu“ . Í ákærunni segir að Gísli Freyr hafi „á tíma- bilinu frá þriðjudeginum 19 . nóvember 2013 til miðvikudagsins 20 . nóvember 2013, í Reykjavík, látið óviðkomandi í té efni saman tektar er bar yfirskriftina „Minnis blað varðandi Tony Omos“ .“ Saman tektin hafi verið unnin af starfs- mönnum innan ríkisráðuneytisins 19 . nóvember til upp lýs ingar fyrir innanríkis- ráðherra í til efni af boðuðum mótmælum við innan ríkis ráðuneytið 20 . nóvember vegna brott vísunar hælisleitandans Tony Omos á grund velli úrskurðar ráðuneyt is ins frá 9 . september 2013 . Í sam an tektinni hafi verið að finna við kvæm ar persónu upplýsingar og upplýsingar um einka málefni þriggja einstaklinga sem hafi átt að fara leynt, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.