Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 33
32 Þjóðmál haust 2014 Tímaritið Saga birtir venjulega ekki rit-dóma um þýddar bækur . Frá því var þó vikið vorið 2007, þegar Geir Sigurðsson birti ritdóm þar um bókina Maó: Sagan sem aldrei var sögð eftir þau Jung Chang og Jon Halliday . Dómur hans var raunar ekki venjulegur ritdómur, heldur ítardómur, 13 blaðsíður að lengd . Og hann birtist, skömmu áður en íslensk þýðing bókarinnar kom út, þótt Geir minntist þar á, að hún væri á leiðinni .1 Mikið virðist hafa legið við . Geir er ekki sagnfræðingur að mennt, heldur heimspekingur, og er sérgrein hans kínversk heimspeki . Stundaði hann nám í tvö ár, 2001–2003, við Renmin-háskóla í Beijing og naut þá námsstyrks frá kínverskum stjórnvöldum . Þegar Geir skrifaði grein- ina, var hann lektor í kínverskum fræðum Hannes Hólmsteinn Gissurarson Villt sagnfræði og spillt Nokkrar athugasemdir við ritdóm Geirs Sigurðssonar í tímaritinu Sögu um ævisögu Maós Geir Sigurðsson, sérfræðingur í kínverskri heimspeki og um skeið for stöðumaður Konfúsíusar stofnunar innar í Háskóla Íslands, birti vorið 2007 langan ítardóm í Sögu um ævisögu Maós eftir Jung Chang og Jon Halliday, sem þá var væntanleg á íslensku . Þessi dómur var afar harður og ósanngjarn . Þau Chang og Halliday unnu afrek með riti sínu, sem var tíu ára verk . Þau töluðu við hátt í 400 manns, könnuðu fjölda skjalasafna og efni á kínversku, rússnesku, ensku og öðrum málum og unnu upp úr efninu læsilega og fróðlega bók . Efnislegar athugasemdir Geirs eru smávægilegar og í rauninni helst um skilgreiningar og orðalag: Hvort var kínverski kommúnistaflokkurinn stofnaður 1920 eða 1921? Taldist skothríð á Luding-brúnni 1935 skærur eða orrusta? Hvort talaði Maó mállýsku sína lítt breytta eða staðalkínversku með sterkum hreim? Aðalatriðið er, að Maó var miskunnarlaus fjöldamorðingi, sem bar ábyrgð á því, að sjötíu milljónir manna hið fæsta týndu lífi . Chang og Halliday eru vissulega óvinveitt honum, eins og ævisagnahöfundar Hitlers og Stalíns eru flestir óvinveittir söguhetjum sínum . Þau taka sér stöðu við hlið fórnarlambanna frekar en böðulsins . Illvirki Maós má hins vegar frekar rekja til marx-lenínisma hans en kínverskrar hefðar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.