Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 8
 Þjóðmál haust 2014 7 hafi því meðal annars verið lýst að Tony Omos hefði stöðu grunaðs manns í tveimur umfangsmiklum sakamál um, að í hælismáli Evelyn Glory Joseph sem ætti von á barni, hugsanlega með Tony Omos, sé því borið við að hún sé mansalsfórnar lamb og að Tony Omos sé í sambandi við íslenska stúlku sem nafngreind var í minnisblaðinu . Þessar upplýsingar sem hafi verið til þess falln ar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda hafi birst í Frétta blaðinu og á netmiðlunum visir .is og mbl .is að morgni 20 . nóvember 2013 . Teljist þetta varða við 1 . mgr . 136 . gr . almennra hegningarlaga nr . 19/1940 . Gísli Freyr neitar sök en honum var vikið úr starfi sínu strax og hann sagði innan- ríkisráðherra frá ákærunni . Lög fræðingar hafa lýst þeirri skoðun í fjöl miðlum að ákæran sé svo óljós að líklegt sé að henni verði vísað frá dómi . Samskipti Tonys Omos við Evelyn Glory Joseph og að hann ætti von á barni með henni í ársbyrjun 2014 urðu opinber í viðtali sem Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, átti við Omos og birtist hinn 18 . nóvember 2013 . Tilgangur viðtalsins var að berjast gegn brottvísun Omos úr landi með þeim rökum að hann ætti von á erfingja hér á landi . Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson á DV hafa eink- um haldið lífi í málinu . Áhugi þeirra er ekki einvörðungu reistur á rannsóknarþörf blaðamannsins . Jón Bjarki hefur flutt ljóð undir merkjum samtakanna No Borders sem berjast fyrir afnámi landamæra og frjálsri för hælisleitenda . Jóhann Páll er yfirlýstur and stæðingur Sjálfstæðisflokksins . Sakamálið hefur sinn gang fyrir dómstólum eftir að saksóknari hefur ákært Gísla Frey . IV . Hanna Birna Kristjánsdóttir inn an-ríkisráðherra sagði sig frá málefnum dómstóla og ákæruvalds eftir að ákæran var kynnt Gísla Frey . Þriðjudaginn 26 . ágúst 2014 eftir ríkisstjórnarfund var skýrt frá því að stofnað yrði ráðuneyti dómsmála sem heyrði undir forsætisráðherra . Málefni lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómstóla yrðu þar með flutt úr innanríkisráðuneytinu, væri þetta fyrsta skrefið til að endurreisa dómsmálaráðuneytið . Þetta er róttækt skref miðað við ósk Hönnu Birnu Kristjánsdóttur en fagnaðarefni fyrir okkur sem litum á það sem skemmdar verk af hálfu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig urðardóttur að afmá dómsmálaráðuneytið og gera það að sviði í innanríkisráðuneytinu . Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður al- þingis, hóf að eigin frumkvæði afskipti af lekamálinu til að komast að því hvernig samskiptum innanríkisráðherra og Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuð borgar- svæðinu, hefði verið háttað á meðan lög- reglan rannsakaði grunsemdir um lekann Hið ein kennilega og í raun óskiljanlega er að ríkis- stjórn Íslands sem er fyrir sitt leyti á móti stækk un ESB getur ekki tekið af skarið og aftur kallað aðildarumsókn Íslands . Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fer með mál ið og hans er frumkvæðið . Efnislega er mál ið dautt, minningarorðin hafa verið flutt, að ríkisstjórnin hafi ekki þrek til að kasta rekunum er hið eina sorglega í mál inu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.