Þjóðmál - 01.09.2014, Side 8

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 8
 Þjóðmál haust 2014 7 hafi því meðal annars verið lýst að Tony Omos hefði stöðu grunaðs manns í tveimur umfangsmiklum sakamál um, að í hælismáli Evelyn Glory Joseph sem ætti von á barni, hugsanlega með Tony Omos, sé því borið við að hún sé mansalsfórnar lamb og að Tony Omos sé í sambandi við íslenska stúlku sem nafngreind var í minnisblaðinu . Þessar upplýsingar sem hafi verið til þess falln ar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda hafi birst í Frétta blaðinu og á netmiðlunum visir .is og mbl .is að morgni 20 . nóvember 2013 . Teljist þetta varða við 1 . mgr . 136 . gr . almennra hegningarlaga nr . 19/1940 . Gísli Freyr neitar sök en honum var vikið úr starfi sínu strax og hann sagði innan- ríkisráðherra frá ákærunni . Lög fræðingar hafa lýst þeirri skoðun í fjöl miðlum að ákæran sé svo óljós að líklegt sé að henni verði vísað frá dómi . Samskipti Tonys Omos við Evelyn Glory Joseph og að hann ætti von á barni með henni í ársbyrjun 2014 urðu opinber í viðtali sem Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, átti við Omos og birtist hinn 18 . nóvember 2013 . Tilgangur viðtalsins var að berjast gegn brottvísun Omos úr landi með þeim rökum að hann ætti von á erfingja hér á landi . Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson á DV hafa eink- um haldið lífi í málinu . Áhugi þeirra er ekki einvörðungu reistur á rannsóknarþörf blaðamannsins . Jón Bjarki hefur flutt ljóð undir merkjum samtakanna No Borders sem berjast fyrir afnámi landamæra og frjálsri för hælisleitenda . Jóhann Páll er yfirlýstur and stæðingur Sjálfstæðisflokksins . Sakamálið hefur sinn gang fyrir dómstólum eftir að saksóknari hefur ákært Gísla Frey . IV . Hanna Birna Kristjánsdóttir inn an-ríkisráðherra sagði sig frá málefnum dómstóla og ákæruvalds eftir að ákæran var kynnt Gísla Frey . Þriðjudaginn 26 . ágúst 2014 eftir ríkisstjórnarfund var skýrt frá því að stofnað yrði ráðuneyti dómsmála sem heyrði undir forsætisráðherra . Málefni lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómstóla yrðu þar með flutt úr innanríkisráðuneytinu, væri þetta fyrsta skrefið til að endurreisa dómsmálaráðuneytið . Þetta er róttækt skref miðað við ósk Hönnu Birnu Kristjánsdóttur en fagnaðarefni fyrir okkur sem litum á það sem skemmdar verk af hálfu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig urðardóttur að afmá dómsmálaráðuneytið og gera það að sviði í innanríkisráðuneytinu . Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður al- þingis, hóf að eigin frumkvæði afskipti af lekamálinu til að komast að því hvernig samskiptum innanríkisráðherra og Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuð borgar- svæðinu, hefði verið háttað á meðan lög- reglan rannsakaði grunsemdir um lekann Hið ein kennilega og í raun óskiljanlega er að ríkis- stjórn Íslands sem er fyrir sitt leyti á móti stækk un ESB getur ekki tekið af skarið og aftur kallað aðildarumsókn Íslands . Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fer með mál ið og hans er frumkvæðið . Efnislega er mál ið dautt, minningarorðin hafa verið flutt, að ríkisstjórnin hafi ekki þrek til að kasta rekunum er hið eina sorglega í mál inu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.