Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 97

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 97
96 Þjóðmál haust 2014 nágrenni . Slík lýsing er í sjálfri sér engum til hnjóðs en í henni kann að vera fólgin skýring á ýmsu því sem fór úr skorðum á vakt Davíðs .“ Hinir heimakæru lögfræðingar minna á konur í peysufötum á meðan aðrar fara í stutt pils og eru ekki sveitalegar í hópi útlendinga . Þessi lýsing á Íslendingum er gamalkunn og endurspeglar enn einu sinni minnimáttarkennd . Eigi að nota líkinga- mál Ólafs má segja að þeim sem kunnu að klæða sig að sið erlendra lánveitenda hafi tekist að afla sér fjár í útlöndum í trausti þess að íslenskir, heimaaldir skattgreiðend- ur væru bakhjarl þeirra . Í reynd fóru heims- mennirnir verst að ráði sínu . Ólafur Arnarson er talsmaður aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu og telur Sjálf- stæðisflokkinn í stórhættu vegna andstöðu meirihlutans innan flokksins við ESB-aðild . Hann klifar á að Davíð hafi verið hlynntur aðild en síðan snúist gegn henni . Þetta er rangt hjá Ólafi . Davíð var formaður í svonefndri alda- mót anefnd Sjálfstæðisflokksins sem lagði stefnu mark andi skýrslu fyrir landsfund flokks ins í október 1989 . Þar er rætt um stöðuna gagnvart Evrópubandalaginu eins og Evrópusambandið nefndist þá og sagt að til að átta sig á henni sé „þó skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngöngu ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki“ . Ólafur telur að þessi tillaga sé sam bærileg við það að sækja um aðild að Evrópu sam- bandinu árið 2009 . Þessi skoðun Ólafs sýnir að hann þekkir ekkert til þess sem gerst hefur í samskiptum ESB og Íslands á 20 árum, frá 1989 til 2009 . Hann veit ekki heldur að Evrópu sambandið hefur tekið stakka skiptum á þessum árum . Í skrifum sínum um ESB-málið gefur Ólaf ur að auki alranga mynd af umræðum um það á vettvangi Sjálfstæðisflokksins . Spurn ing unni um aðild var vísað til umræðu í öllum flokks félögum í kringum áramótin 2008/2009 og skýr meirihluti flokksmanna lýsti and stöðu við aðild . Komið var til móts við minni hluta aðildarsinna með tillögunni sem kennd er við tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu en allir stjórnmálaflokkar aðhyllast þá tilhögun núna . Árið 1989 hófust viðræður EFTA-ríkjanna við EB-ríkin um evrópska efnahagssvæðið (EES) . Þá þurfti ekki að sækja um aðild að EB til að átta sig á aðildarskilyrðum . EES- samningurinn féll að hagsmunum Íslend- inga og var gerður undir forystu Davíðs Odds sonar sem forsætisráðherra með því fororði að ekki yrði sótt um aðild að ESB . Hefði ekki verið lýst yfir andstöðu við ESB- aðild á þessum tíma, hefði alþingi ekki samþykkt EES-aðildina . Ólafur Arnarson ætti að lesa greinargerð Ágústs Þórs Árnasonar, brautarstjóra laga- deildar Háskólans á Akureyri, í skýrslu Hag fræðis tofnunar Háskóla Íslands um ESB-um sóknarviðræðurnar til að átta sig á breyt ingum á skilmálum ESB gagnvart um- sóknarríkjum frá því að EFTA-ríkin þrjú gerðust aðilar að sambandinu í upphafi tíunda áratugarins . Ágúst Þór fer í saumana á breyt- ingunum sem síðan hafa orðið . ESB setur nú aðlögunarkröfuna á oddinn enda er gengið að því sem vísu að engin ríkisstjórn sæki um aðild nema stjórnin sjálf og meirihluti að baki henni styðji umsóknina . Hér skal efni bókar Ólafs Arnarsonar ekki rakið frekar . Höfundi skal hrósað fyrir að nafnaskrá fylgir aftast í bókinni en eng in slík skrá er í bók Inga Freys Vilhjálms sonar . Að öðru leyti er hvorki unnt að hrósa frá- gangi né ritstjórn bókar Ólafs . Helst mætti ætla að kastað hafi verið til hennar hönd- um . Staglið gerir hana leiðinlega aflestrar og því er kostur að hún er stutt .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.