Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 97
96 Þjóðmál haust 2014
nágrenni . Slík lýsing er í sjálfri sér engum
til hnjóðs en í henni kann að vera fólgin
skýring á ýmsu því sem fór úr skorðum á
vakt Davíðs .“
Hinir heimakæru lögfræðingar minna
á konur í peysufötum á meðan aðrar fara
í stutt pils og eru ekki sveitalegar í hópi
útlendinga . Þessi lýsing á Íslendingum er
gamalkunn og endurspeglar enn einu sinni
minnimáttarkennd . Eigi að nota líkinga-
mál Ólafs má segja að þeim sem kunnu að
klæða sig að sið erlendra lánveitenda hafi
tekist að afla sér fjár í útlöndum í trausti
þess að íslenskir, heimaaldir skattgreiðend-
ur væru bakhjarl þeirra . Í reynd fóru heims-
mennirnir verst að ráði sínu .
Ólafur Arnarson er talsmaður aðildar Ís-
lands að Evrópusambandinu og telur Sjálf-
stæðisflokkinn í stórhættu vegna andstöðu
meirihlutans innan flokksins við ESB-aðild .
Hann klifar á að Davíð hafi verið hlynntur
aðild en síðan snúist gegn henni . Þetta er
rangt hjá Ólafi .
Davíð var formaður í svonefndri alda-
mót anefnd Sjálfstæðisflokksins sem lagði
stefnu mark andi skýrslu fyrir landsfund
flokks ins í október 1989 . Þar er rætt um
stöðuna gagnvart Evrópubandalaginu eins
og Evrópusambandið nefndist þá og sagt að
til að átta sig á henni sé „þó skynsamlegast að
óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu
Íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu
um leið reiðubúnir að láta inngöngu ráðast
af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna
að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki“ .
Ólafur telur að þessi tillaga sé sam bærileg
við það að sækja um aðild að Evrópu sam-
bandinu árið 2009 . Þessi skoðun Ólafs
sýnir að hann þekkir ekkert til þess sem
gerst hefur í samskiptum ESB og Íslands á
20 árum, frá 1989 til 2009 . Hann veit ekki
heldur að Evrópu sambandið hefur tekið
stakka skiptum á þessum árum .
Í skrifum sínum um ESB-málið gefur
Ólaf ur að auki alranga mynd af umræðum
um það á vettvangi Sjálfstæðisflokksins .
Spurn ing unni um aðild var vísað til umræðu
í öllum flokks félögum í kringum áramótin
2008/2009 og skýr meirihluti flokksmanna
lýsti and stöðu við aðild . Komið var til móts við
minni hluta aðildarsinna með tillögunni sem
kennd er við tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu
en allir stjórnmálaflokkar aðhyllast þá
tilhögun núna .
Árið 1989 hófust viðræður EFTA-ríkjanna
við EB-ríkin um evrópska efnahagssvæðið
(EES) . Þá þurfti ekki að sækja um aðild að
EB til að átta sig á aðildarskilyrðum . EES-
samningurinn féll að hagsmunum Íslend-
inga og var gerður undir forystu Davíðs
Odds sonar sem forsætisráðherra með því
fororði að ekki yrði sótt um aðild að ESB .
Hefði ekki verið lýst yfir andstöðu við ESB-
aðild á þessum tíma, hefði alþingi ekki
samþykkt EES-aðildina .
Ólafur Arnarson ætti að lesa greinargerð
Ágústs Þórs Árnasonar, brautarstjóra laga-
deildar Háskólans á Akureyri, í skýrslu
Hag fræðis tofnunar Háskóla Íslands um
ESB-um sóknarviðræðurnar til að átta sig á
breyt ingum á skilmálum ESB gagnvart um-
sóknarríkjum frá því að EFTA-ríkin þrjú
gerðust aðilar að sambandinu í upphafi tíunda
áratugarins . Ágúst Þór fer í saumana á breyt-
ingunum sem síðan hafa orðið . ESB setur nú
aðlögunarkröfuna á oddinn enda er gengið
að því sem vísu að engin ríkisstjórn sæki um
aðild nema stjórnin sjálf og meirihluti að
baki henni styðji umsóknina .
Hér skal efni bókar Ólafs Arnarsonar
ekki rakið frekar . Höfundi skal hrósað fyrir
að nafnaskrá fylgir aftast í bókinni en eng in
slík skrá er í bók Inga Freys Vilhjálms sonar .
Að öðru leyti er hvorki unnt að hrósa frá-
gangi né ritstjórn bókar Ólafs . Helst mætti
ætla að kastað hafi verið til hennar hönd-
um . Staglið gerir hana leiðinlega aflestrar og
því er kostur að hún er stutt .