Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 31
30 Þjóðmál haust 2014
[þ .e . Maó: Sagan sem aldrei var sögð] fátt til
brunns að bera .“
Þetta var ótrúlega ósanngjarn dómur um
þrekvirki þeirra Changs og Hallidays . Ég
gaf mér loks tíma til þess árið 2012 að skrifa
um þetta . Fyrst flutti ég fyrirlestur í Háskóla
Íslands 2 . nóvember 2012 og auglýsti áður,
að ég myndi svara athugasemdum Geirs
Sigurðssonar við bókina . Hann lét ekki sjá
sig á fyrirlestrinum . Síðan sendi ég Sögu
11 blaðsíðna ritgerð, tveimur blaðsíðum
styttri en sú, sem Geir Sigurðsson hafði
fengið inni með um óútgefna bók, og
svaraði athugasemdum hans lið fyrir
lið . Verður til dæmis talið, að kínverski
kommún ista flokkurinn hafi verið stofnaður
1920 eða 1921? Gögn eru til, sem styðja
bæði ártölin . Urðu smáskærur á Luding-
brú 1935 eða var þar háð orrusta? Báðar
lýsingar styðjast við heimildir . Nýlega
hefur raunar Zbigniew Brzezinski haft
eftir kínverskum ráðamönnum ummæli,
sem styrkja lýsingu Changs og Hallidays .
Talaði Maó venjulega kínversku með sterk-
um hreim eða afbrigði af mállýskunni
í heimahéraði sínu? Hvoru tveggja má
halda fram . Og svo framvegis . Hitt verður
ekki hrakið, að Maó var miskunnarlaus
fjölda morðingi, sem bar ábyrgð á dauða
að minnsta kosti sjötíu milljóna manna .
Sífellt fleiri heimildir eru að koma í ljós um
þetta, til dæmis í bókum Franks Dikötters .
Chang og Halliday eru vissulega óvinveitt
Maó, eins og flestir ævisagnaritarar Hitlers
og Stalíns eru óvinveittir þeim kauðum .
Þau Chang og Halliday taka sér stöðu með
fórnarlömbunum, ekki böðlunum . En þau
eru ekki verri sagnfræðingar fyrir það .
Hins vegar veitti Sigrún Pálsdóttir mér
ekki endanlegt svar um þessa ritgerð fyrr
en 3 . október 2013 — um sama leyti og
leikrit, sem eiginmaður hennar hafði
Stórvirkið Svartbók komm únismans er eitt áhrifa mesta sagnfræðirit
síðari tíma . Þar gera nokkrir víð-
kunnir franskir sagn fræðingar grein
fyrir afleiðingum kommún ismans
á heimsvísu sam kvæmt nýj ustu
heimildum . Bókin var umsvifalaust
þýdd á helstu tungur heims og
útkoma hennar vakti hvarvetna
miklar umræður . Nema á Íslandi .
Þar vildi tímarit sagn fræð inga, Saga,
ekkert af þessu stórvirki vita —
hvorki segja frá útkomu bókarinnar
né ræða efni hennar og hinar
skelfilegu niðurstöður hinna virtu
sagnfræðinga .