Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 57
56 Þjóðmál haust 2014
svo stórir árgangar, nú eru þeir orðnir
gamlir fiskar, þeir eru samt ennþá
þarna í stofninum og eru að bæta við
sig þyngd og eru ástæða þess að menn
tala um svo mikið af stórri ýsu, af því
að ungu árgangarnir eru lélegir .
Hér er viðurkennt að vöxtur ýsu sé í öfugu
hlutfalli við árgangastærð . En Hafró telur
að þetta gildi ekki um þorsk eða aðrar
tegundir, enda sé þorskur alveg „ótrúleg
skepna“ að áliti forstjórans .
Árið 1964 skrifaði Jón Jónsson, þáverandi
forstjóri Hafró, eftirfarandi í tímaritið
Náttúrufræðinginn:
Of lítil veiði getur verið jafn skaðleg og of
mikil veiði . Það hefur t .d . komið í ljós, að
þau ár sem mjög sterkir árgangar af þorski
hafa verið í aflanum, hefur fiskurinn vaxið
hægar en þegar lítið hefur verið af fiski í
sjónum . Við skýrum þetta með því, að
þegar mikið er um fisk sé ekki nóg fæða í
sjónum fyrir allan þann fjölda . . .
Hæfileg grisjun stofnsins er því mikil væg
til þess að viðhalda hámarksvaxtarhraða
einstaklinganna, þannig að bezt nýtist
framleiðni sjávarins hverju sinni .
Ekki þarf að hafa fleiri orð um þetta,
vöxtur er í öfugu hlutfalli við stofnstærð,
sé stofninn stór þá er minna fóður á hvern
einstakling . Fiskeldismenn og svínabændur
vita þetta, fleiri dýr verða að fá meira fóður .
En einhvern veginn virðist þetta hafa farið
fram hjá Jóhanni forstjóra Hafró .
*
Jóhann Sigurjónsson heldur áfram og
segir frá því hvernig þeir hyggist ná há-
marksafrakstri úr þorskstofninum:
Mikilvægt er að við gerum okkur grein •
fyrir því að ráðgjöf Hafró miðar að því
að ná hámarksafrakstri út úr viðkom andi
stofni og hafa líka til staðar lág marks-
áhættu á því að við sköðum stofn inn
til langs tíma litið . Við erum að tryggja
sjálfbærar veiðar og hámarks afrakstur .
Stór fiskur er mikilvægur til þess að •
lágmarka áhættuna á að stofninn fari
niður þ .e .a .s . stór fiskur gefur af sér líf-
vænlegri afkvæmi, og þess vegna er al-
nauð synlegt að hafa tiltekið hlutfall, t .d .
15% eða eitthvað svoleiðis, 15–20% af
stofninum þarf að vera fiskur sem við
skilgreinum 8, 10 ára eða eldri fiskur . Við
vorum með þetta hlutfall alveg niður í
2–4% fyrir nokkrum árum síðan, áður en
efnt var til þessara niðurskurðaraðgerða,
og af því við sáum að það var einhvers
Á rið 1964 skrifaði Jón Jóns-son, þáverandi forstjóri Hafró,
eftir farandi í tímaritið Náttúru
fræðing inn: „Of lítil veiði getur verið
jafn skaðleg og of mikil veiði . Það
hefur t .d . komið í ljós, að þau ár
sem mjög sterkir árgangar af þorski
hafa verið í aflanum, hefur fiskurinn
vaxið hægar en þegar lítið hefur
verið af fiski í sjónum . Við skýrum
þetta með því, að þegar mikið er um
fisk sé ekki nóg fæða í sjónum fyrir
allan þann fjölda . . . Hæfileg grisjun
stofns ins er því mikilvæg til þess að
við halda hámarksvaxtarhraða ein-
stakl inganna, þannig að bezt nýtist
fram leiðni sjávarins hverju sinni .“