Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 20

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 20
 Þjóðmál haust 2014 19 efni kölluðu . Ófriðurinn var öllum efstur í huga og Íslendingar báru kvíðboga fyrir framtíðinni . Alþingismenn funduðu fram á nótt og samþykktu á föstudagsmorgninum „bjargráðafrumvarp“ eða „lög um ráðstafanir til að tryggja landið gegn hættu, sem stafað geti af ófriði í Norðurálfu“ . Ráðherrann gat verið ánægður með skjót viðbrögð þingsins . „Alþingi hefur í þessu máli reynst skjótrátt — og þó eigi fljótrátt, að því er oss virðist, og hafi alþingismenn þeir, er forgöngu hafa haft um þessar ráðstafanir þakkir allra landsmanna fyrir sínar rösklegu framkvæmdir .“ Svo sagði í blaðafrásögn .3 En enginn vissi hvað næstu dagar og mánuðir bæru í skauti sér . Sigurður Eggerz hafði í mörg horn að líta og alla helgina sátu alþingismenn á rökstólum og ræddu viðbrögð við hinum ógnvekjandi atburðum úti í Evrópu . Óbeinlínis í stríði Heimsstyrjöldin fyrri breytti gangi ver ald ar sögunnar . Hún umturnaði landa mærum í Evrópu og Austurlöndum nær, gekk af stórveldum dauðum, feykti burt kón g um og keisurum og fæddi af sér fjölda nýrra ríkja . Styrjöldin markaði djúp spor í þjóð félags- og efnahagsþróun Evrópu þjóða, gróf undan forræði þeirra í heiminum, kynti undir ríkisafskiptum, sáði fræjum bylt ingar í Rúss landi og plægði akurinn fyrir fas isma og nasisma . Saga 20 . aldar var öðrum þræði upp gjör við arfleifð þeirra feiknarlegu átaka sem geisuðu á árunum 1914–1918 . Í sumar hefur þess verið minnst að hundrað ár eru liðin frá upphafi þessa mikla hildarleiks . Mest hefur verið við haft í lönd- um þar sem hann er enn nefndur „stríðið mikla“ — Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu . Í Mið- og Austur-Evrópu skyggja ógnarátök og skelfingar seinni heimsstyrjaldarinnar á þá fyrri . Líku gegnir hérlendis enda umbylti seinna stríðið Íslandi eins og alkunna er . Ísland var ekki hernumið á árunum 1914– 1918, stríðsátökin voru fjarlægari heldur en þau sem hófust aldarfjórðungi síðar og færri Íslendingar týndu lífi . Engu að síður hafði ófriðurinn mikil áhrif hér á landi . Íslenska þjóðin er „óbeinlínis með í stríðinu,“ sagði í Morgunblaðinu vorið 1915 . „Vér þurfum nú á margan hátt að gera alveg sérstakar og óvenju legar ráðstafanir eins og vér værum ófrið ar þjóð .“4 Það voru orð að sönnu . Á árinu 1904 fengu Íslendingar heima- stjórn en dönsk stjórnvöld fóru með utan- ríkismál Íslands . Danir fylgdu hlutleysis- stefnu en stríðið gróf undan sambandinu við Danmörku . Bresk stjórnvöld litu svo á að Ísland lægi á bresku valdsvæði og gerðu út af örkinni ræðismann, Eric Cable að nafni, til að gæta hagsmuna Bretaveldis hér á landi . Sá ágæti maður hikaði ekki við að segja íslenskum ráðamönnum fyrir Heimsstyrjöldin fyrri breytti gangi veraldarsögunnar . Hún umturnaði landamærum í Evrópu og Austurlöndum nær, gekk af stórveldum dauðum, feykti burt kóngum og keisurum og fæddi af sér fjölda nýrra ríkja . Styrjöldin markaði djúp spor í þjóðfélags- og efnahagsþróun Evrópuþjóða, gróf undan forræði þeirra í heiminum, kynti undir ríkisafskiptum, sáði fræjum byltingar í Rússlandi og plægði akurinn fyrir fasisma og nasisma . Saga 20 . aldar var öðrum þræði uppgjör við arfleifð þeirra feiknarlegu átaka sem geisuðu á árunum 1914–1918 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.