Þjóðmál - 01.09.2014, Page 20

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 20
 Þjóðmál haust 2014 19 efni kölluðu . Ófriðurinn var öllum efstur í huga og Íslendingar báru kvíðboga fyrir framtíðinni . Alþingismenn funduðu fram á nótt og samþykktu á föstudagsmorgninum „bjargráðafrumvarp“ eða „lög um ráðstafanir til að tryggja landið gegn hættu, sem stafað geti af ófriði í Norðurálfu“ . Ráðherrann gat verið ánægður með skjót viðbrögð þingsins . „Alþingi hefur í þessu máli reynst skjótrátt — og þó eigi fljótrátt, að því er oss virðist, og hafi alþingismenn þeir, er forgöngu hafa haft um þessar ráðstafanir þakkir allra landsmanna fyrir sínar rösklegu framkvæmdir .“ Svo sagði í blaðafrásögn .3 En enginn vissi hvað næstu dagar og mánuðir bæru í skauti sér . Sigurður Eggerz hafði í mörg horn að líta og alla helgina sátu alþingismenn á rökstólum og ræddu viðbrögð við hinum ógnvekjandi atburðum úti í Evrópu . Óbeinlínis í stríði Heimsstyrjöldin fyrri breytti gangi ver ald ar sögunnar . Hún umturnaði landa mærum í Evrópu og Austurlöndum nær, gekk af stórveldum dauðum, feykti burt kón g um og keisurum og fæddi af sér fjölda nýrra ríkja . Styrjöldin markaði djúp spor í þjóð félags- og efnahagsþróun Evrópu þjóða, gróf undan forræði þeirra í heiminum, kynti undir ríkisafskiptum, sáði fræjum bylt ingar í Rúss landi og plægði akurinn fyrir fas isma og nasisma . Saga 20 . aldar var öðrum þræði upp gjör við arfleifð þeirra feiknarlegu átaka sem geisuðu á árunum 1914–1918 . Í sumar hefur þess verið minnst að hundrað ár eru liðin frá upphafi þessa mikla hildarleiks . Mest hefur verið við haft í lönd- um þar sem hann er enn nefndur „stríðið mikla“ — Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu . Í Mið- og Austur-Evrópu skyggja ógnarátök og skelfingar seinni heimsstyrjaldarinnar á þá fyrri . Líku gegnir hérlendis enda umbylti seinna stríðið Íslandi eins og alkunna er . Ísland var ekki hernumið á árunum 1914– 1918, stríðsátökin voru fjarlægari heldur en þau sem hófust aldarfjórðungi síðar og færri Íslendingar týndu lífi . Engu að síður hafði ófriðurinn mikil áhrif hér á landi . Íslenska þjóðin er „óbeinlínis með í stríðinu,“ sagði í Morgunblaðinu vorið 1915 . „Vér þurfum nú á margan hátt að gera alveg sérstakar og óvenju legar ráðstafanir eins og vér værum ófrið ar þjóð .“4 Það voru orð að sönnu . Á árinu 1904 fengu Íslendingar heima- stjórn en dönsk stjórnvöld fóru með utan- ríkismál Íslands . Danir fylgdu hlutleysis- stefnu en stríðið gróf undan sambandinu við Danmörku . Bresk stjórnvöld litu svo á að Ísland lægi á bresku valdsvæði og gerðu út af örkinni ræðismann, Eric Cable að nafni, til að gæta hagsmuna Bretaveldis hér á landi . Sá ágæti maður hikaði ekki við að segja íslenskum ráðamönnum fyrir Heimsstyrjöldin fyrri breytti gangi veraldarsögunnar . Hún umturnaði landamærum í Evrópu og Austurlöndum nær, gekk af stórveldum dauðum, feykti burt kóngum og keisurum og fæddi af sér fjölda nýrra ríkja . Styrjöldin markaði djúp spor í þjóðfélags- og efnahagsþróun Evrópuþjóða, gróf undan forræði þeirra í heiminum, kynti undir ríkisafskiptum, sáði fræjum byltingar í Rússlandi og plægði akurinn fyrir fasisma og nasisma . Saga 20 . aldar var öðrum þræði uppgjör við arfleifð þeirra feiknarlegu átaka sem geisuðu á árunum 1914–1918 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.