Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 70
Þjóðmál haust 2014 69
samstundis sem fara út úr rammanum en til
lengdar einnig fyrir þá sem halda sig innan
rammans .
Öll þessi alræðiskerfi byggja á tak marka-
lausri undirgefni undir ákveðið mið stýrt
vald og þröngum kennisetningum eða
kredd um . Í stað Allah kemur, „yfir kyn-
þáttur“ eða „hin eina sanna stétt“ . Nas ist ar
höfðu fáránlegar hugmyndir um yfir burði
sérstaks kynþáttar, sem væru „über-
mensch“, kommúnisminn um heims-
yfirráð öreig anna og útrýmingu þeirra
sem féllu ekki inn í rétta markhópinn en
íslam alræði Allah eins og þeir skilgreina
guð sinn og undir gefni undir hann en
útrýmingu þeirra sem sýna Allah ekki fulla
undirgefni . Öll kerfin þurfa sterkt miðstýrt
vald með miskunnarlaus um, drottnandi
foringja, Stalín, Maó, Hitler, eða kalífa
og erkiklerk sem eftirmann Múhammeðs .
Þetta er ansi snöggsoðin skilgreining . Þeim
sem vilja kynna sér skrif um skyldleika
þessarra alræðiskerfa er bent á hollenska
fræði manninn dr . David Suurland .*
Íslam er ekki trúarbrögð til einka nota
fyrst og fremst heldur aðallega stjórnar-
fyrirkomulag fyrir heiminn og eftir það til
ástundunar fyrir einstaklinga . Það er ekki
aðeins hvernig þú biðst fyrir þó að þú biðjist
fyrir í áttina til Mekka heldur hvernig þú
klæðist . Þú klæðist eftir arabískum venj um,
þú talar arabísku . Þú kemst ekki til himna
nema þú biðijst fyrir á arabísku . Þér nægir
ekki að lesa kóraninn á einhverju tungu máli
og halda síðan að þú komist til himna .
Þú verður að lesa kóraninn á arabísku
eins og hverja aðra galdraþulu . Þetta er
heimsvaldastefna, — allir verða að tala
arabísku, hugsa á arabísku, ástunda trúar-
brögð sín á arabísku . Lögmálið nær ekki
aðeins til þess hvernig þú borðar, heldur
bjagað svo að ekki sé tekið dýpra í árina .
Freistandi er að nota óþvegið sjó mannamál
til að lýsa þeim ósköpum . Mér fer eins og
Phares þegar ég er beðinn um að gera grein
fyrir ástandinu í Gaza . Mér fallast hendur .
Hvar á að byrja?
Til þess að skilja Gaza-stríðið núna
þarf að hafa margt það í huga sem rann
í gegnum höfuð Walid Phares . Fyrst og
fremst þurfa menn að kynna sér íslam,
sem er undirliggjandi vandi og bölvun hins
múslímska heims, alveg eins og kommún-
ismi og nasismi voru verstir þeim þjóð-
félög um sem voru hremmd í þá hörðu kló .
Íslam er alræðiskerfi, alveg sambærilegt við
kommúnismann og nasismann, þar sem
allt er beygt undir þrönga hugmyndafræði
með hörmulegum afleiðingum fyrir þá
T il þess að skilja Gaza-stríðið núna þarf að hafa margt það
í huga sem rann í gegnum höfuð
Walid Phares . Fyrst og fremst þurfa
menn að kynna sér íslam, sem er
undirliggjandi vandi og bölvun
hins múslímska heims, alveg eins
og kommún ismi og nasismi voru
verstir þeim þjóð félög um sem voru
hremmd í þá hörðu kló . Íslam er
alræðiskerfi, alveg sambærilegt við
kommúnismann og nasismann,
þar sem allt er beygt undir þrönga
hugmyndafræði með hörmulegum
afleiðingum fyrir þá samstundis sem
fara út úr rammanum en til lengdar
einnig fyrir þá sem halda sig innan
rammans .
_______________
* Sjá: http://www .academia .edu/1177449/
totalitarian_and_radical_islamic_ideologies