Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 95

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 95
94 Þjóðmál haust 2014 þetta úrslitamál gerir bók hans að næsta marklausri úttekt á stefnu ríkisstjórna eftir 1994 . Bókin sýnist skrifuð af vinstrisinna til að koma höggi á ríkisstjórnirnar 1995 til 2007 og þá sem kusu þær . Sagan er oft einfölduð um með dæmisögum af ein staklingum, einkum Björgólfi Guð- munds syni, og klifun á óbeit höfundar á einkavæðingu bankanna . Sagan öll er ekki sögð heldur það sem fellur að kenningunni sem höfundur vill sanna . Hann segir til dæmis ekki rétt frá þegar hann lætur eins og þeir sem stóðu að einkavæðingu bankanna séu andvígir sérstakri athugun á henni . Þeir hafa beinlínis hvatt til slíkrar úttektar . Þess er einnig ógetið að ríkisendurskoðun gerði sérstaka úttekt á einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja á árunum 1998 til 2003 og gaf út skýrslu um hana í desember 2003 . Á bls . 229 segir: „Þannig var til dæmis Geir H . Haarde refsað fyrir landsdómi út af persónulegri ábyrgð sinni sem forsætis- ráðherra í aðdraganda hrunsins þegar hann lét undir höfuð leggjast að bregðast við hættumerkjum í íslenska bankakerfinu .“ Hið rétta er að Geir var dæmdur með vísan til eins ákæruliðar . Meirihluti lands dóms taldi að Geir hefði átt að halda fleiri ráð herraf undi um mikilvæg stjórnarmálefni fyrstu mánuði ársinis 2008 þegar bankahrun blasti við, setja á skrifaða dagskrá funda ríkis stjórnarinnar að rætt yrði um stöðu bankanna . Það er mikill munur á vera sakfelldur fyrir að hafa ekki ákveðin mál á skrifaðri dagskrá ríkisstjórnarfunda en að vera „refsað“ fyrir að láta „undir höfuð leggjast að bregðast við hættumerkjum í íslenska bankakerfinu“ . Í bók Inga Freys fellur hann á of mörgum prófum til að í henni felist marktæk úttekt á aðdraganda hrunsins eða rök fyrir hinum þungu orðum sem hann lætur oft falla um menn og málefni . Bókin Hamskipti er lipurlega skrifuð og þar bregður fyrir forvitnilegum en hald- litlum lýsingum sem höfundur telur sanna kenningu sína um umbreytingu þjóðar- innar til verri vegar af því að hún kaus Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokk- inn í þingkosningum 1995, 1999 og 2003 . Að svona fór var raunar öllum um að kenna, segir í bókinni, þar á meðal fjöl- miðla mönnum . Nefnir Ingi Freyr dæmi um fjölmiðlamenn sem gengu og ganga ef til vill enn erinda auðmanna . Hann nefnir til dæmis vefmiðilinn Pressuna en í ljós hafi komið að Exista, félag Lýðs og Ágústs Guðmundssona „borgaði einum bloggaranum, Ólafi Arnarsyni, laun upp á 400 þúsund krónur á mánuði og skrifaði hann oft pistla sem voru hagstæðir eigend- um Exista og viðskipafélögum þeirra . […] Í frétt DV um málið vildi Ólafur hvorki játa því né neita að hann fengi greidd mánaðar- laun frá Exista í gegnum almannatengilinn Gunnar Stein Pálsson: „Ég tjái mig ekki um greiðslur frá öðrum en Vefpressunni . Ég get ekki farið að játa eða neita greiðslum frá einhverjum . Ég vinn ráðgjafastörf fyrir hina og þessa viðskiptavini og þeir njóta míns trúnaðar . Ég mun hvorki játa þessu né neita . Mér dettur það ekki í hug að greina frá því hverjir hafa fengið reikninga frá mér .““ Þetta stendur á bls . 42 í bókinni Hamskipti og er vitnað í samtal við Ólaf Arnarson í DV hinn 31 . maí 2010 . Í bókinni Ísland ehf.: Auðmenn og áhrif eftir hrun sem sagt var frá í Þjóðmálum 3 . hefti 2013 segir að Gunnar Steinn Pálsson hafi gert áætlun um að ræsa út „bloggher“ sem átti að taka upp hanskann fyrir fyrrver andi stjórn endur Kaupþings í sam- félagsumræðunni og grafa undan embætti sér staks saksóknara . *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.