Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 95
94 Þjóðmál haust 2014
þetta úrslitamál gerir bók hans að næsta
marklausri úttekt á stefnu ríkisstjórna eftir
1994 . Bókin sýnist skrifuð af vinstrisinna
til að koma höggi á ríkisstjórnirnar 1995
til 2007 og þá sem kusu þær . Sagan er
oft einfölduð um með dæmisögum af
ein staklingum, einkum Björgólfi Guð-
munds syni, og klifun á óbeit höfundar á
einkavæðingu bankanna .
Sagan öll er ekki sögð heldur það sem
fellur að kenningunni sem höfundur vill
sanna . Hann segir til dæmis ekki rétt frá
þegar hann lætur eins og þeir sem stóðu
að einkavæðingu bankanna séu andvígir
sérstakri athugun á henni . Þeir hafa beinlínis
hvatt til slíkrar úttektar . Þess er einnig
ógetið að ríkisendurskoðun gerði sérstaka
úttekt á einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja
á árunum 1998 til 2003 og gaf út skýrslu
um hana í desember 2003 .
Á bls . 229 segir: „Þannig var til dæmis
Geir H . Haarde refsað fyrir landsdómi út
af persónulegri ábyrgð sinni sem forsætis-
ráðherra í aðdraganda hrunsins þegar hann
lét undir höfuð leggjast að bregðast við
hættumerkjum í íslenska bankakerfinu .“
Hið rétta er að Geir var dæmdur með vísan
til eins ákæruliðar . Meirihluti lands dóms taldi
að Geir hefði átt að halda fleiri ráð herraf undi
um mikilvæg stjórnarmálefni fyrstu mánuði
ársinis 2008 þegar bankahrun blasti við, setja
á skrifaða dagskrá funda ríkis stjórnarinnar að
rætt yrði um stöðu bankanna .
Það er mikill munur á vera sakfelldur fyrir
að hafa ekki ákveðin mál á skrifaðri dagskrá
ríkisstjórnarfunda en að vera „refsað“ fyrir
að láta „undir höfuð leggjast að bregðast við
hættumerkjum í íslenska bankakerfinu“ .
Í bók Inga Freys fellur hann á of mörgum
prófum til að í henni felist marktæk úttekt
á aðdraganda hrunsins eða rök fyrir hinum
þungu orðum sem hann lætur oft falla um
menn og málefni .
Bókin Hamskipti er lipurlega skrifuð og
þar bregður fyrir forvitnilegum en hald-
litlum lýsingum sem höfundur telur sanna
kenningu sína um umbreytingu þjóðar-
innar til verri vegar af því að hún kaus
Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokk-
inn í þingkosningum 1995, 1999 og
2003 .
Að svona fór var raunar öllum um að
kenna, segir í bókinni, þar á meðal fjöl-
miðla mönnum . Nefnir Ingi Freyr dæmi
um fjölmiðlamenn sem gengu og ganga
ef til vill enn erinda auðmanna . Hann
nefnir til dæmis vefmiðilinn Pressuna en
í ljós hafi komið að Exista, félag Lýðs og
Ágústs Guðmundssona „borgaði einum
bloggaranum, Ólafi Arnarsyni, laun upp á
400 þúsund krónur á mánuði og skrifaði
hann oft pistla sem voru hagstæðir eigend-
um Exista og viðskipafélögum þeirra . […] Í
frétt DV um málið vildi Ólafur hvorki játa
því né neita að hann fengi greidd mánaðar-
laun frá Exista í gegnum almannatengilinn
Gunnar Stein Pálsson: „Ég tjái mig ekki um
greiðslur frá öðrum en Vefpressunni . Ég get
ekki farið að játa eða neita greiðslum frá
einhverjum . Ég vinn ráðgjafastörf fyrir hina
og þessa viðskiptavini og þeir njóta míns
trúnaðar . Ég mun hvorki játa þessu né neita .
Mér dettur það ekki í hug að greina frá því
hverjir hafa fengið reikninga frá mér .““
Þetta stendur á bls . 42 í bókinni Hamskipti
og er vitnað í samtal við Ólaf Arnarson í DV
hinn 31 . maí 2010 .
Í bókinni Ísland ehf.: Auðmenn og áhrif
eftir hrun sem sagt var frá í Þjóðmálum 3 .
hefti 2013 segir að Gunnar Steinn Pálsson
hafi gert áætlun um að ræsa út „bloggher“
sem átti að taka upp hanskann fyrir
fyrrver andi stjórn endur Kaupþings í sam-
félagsumræðunni og grafa undan embætti
sér staks saksóknara .
*