Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 90
Þjóðmál haust 2014 89
Hér skulu þessar yfirlýsingar ekki allar
raktar en Morgunblaðið birti til dæmis
fyrir ári, laugardaginn 10 . ágúst 2013, frétt
sem reist er á viðtali við Halldór sem sagði
Huang í úlfa kreppu af því að hann „biði
eftir Ís landi“ eins og Halldór orðaði það þótt
Huang hefði að minnsta kosti tvisvar verið
svarað á nei kvæðan hátt . Blaðamanninum
datt því mið ur ekki í hug að spyrja eftir
hverju Huang biði að þessu sinni .
Þá sagði Halldór að „hundruð Íslend-
inga“ með „allskonar hugmyndir“ hefðu
haft sam band við sig vegna Huangs . „Það
er einnig sótt að honum frá öðrum þjóð-
lönd um og óskað eftir hans nærveru í fjár-
fest ingar [svo!] . Ég veit ekki hversu lengi
hann er tilbúinn að bíða eftir Íslandi,“ sagði
Halldór . „Ég verð því miður alltaf að svara
áhuga sömum Íslendingum á sama hátt, því
við erum enn að bíða eftir svari frá íslensk-
um stjórn völdum . Við vitum ekki enn hvort
fjár festingar Nubo eru velkomnar eða ekki .“
Sé þriggja ára viðskiptasaga Huangs með
aðstoð Halldórs Jóhannssonar skoð uð, í
ágúst 2011 hófust umræður um landa-
kaup hans hér á landi, blasa við svo margar
mótsagnir í fullyrðingum þeirra félaga að í
raun er undar legt að íslenskum fjölmiðla-
mönnum hafi þótt það tímans virði að afla
upplýsinga hjá Halldóri og birta ummæli
hans án tengsla við það sem hann hafði áður
sagt . Í Morgunblaðinu sagði 10 . ágúst 2013:
„Halldór er óánægður með framgöngu
ís lenskra stjórnvalda í málefnum Nubo og
telur þau gefa misvísandi skilaboð . Þar vísar
hann til þess að Nubo hefur tvisvar fengið
góðar væntingar frá íslenskum stjórn völd-
um en í bæði skiptin voru málin dregin á
langinn eða stoppuð af .
Stjórnvöld verða að senda skýr skilaboð
um hvað þau vilja . Að mínu viti eiga menn
að þora að taka þetta skref og leggja samhliða
mikið upp úr öflugu eftirliti með starfsemi
fyrirtækja .“
Hinn 17 . júlí 2014 kynnti innan ríkis-
ráðuneytið Skýrslu nefndar um endurskoðun
á lögum og reglum er varða fjárfestingar og
afnotarétt útlendinga á fasteignum hér á landi
og hefur hún verið birt á vef ráðuneytisins .
Markmið endurskoðunarinnar var meðal
annars að tryggja að skýr lög og reglur
giltu á þessu sviði, að treysta lagalegan
grunn erlendra fjárfestinga og tryggja
að ákvarðanir tengdar þeim væru reistar
á skýrum almennum reglum en ekki á
undanþáguákvæðum eða ívilnunum .
Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að
aukin erlend fjárfesting auki hagsæld og
fjöl breytileika í íslensku samfélagi og at-
vinnu lífi . Því sé mikilvægt að erlendir aðilar,
sem hyggist fjárfesta hér í fasteignum, viti
að hverju þeir gangi með skýrum og að-
gengi legum hætti . Í fréttatilkynningu ráðu -
neytisins sagði:
„Nefndin telur þó að tilteknar takmark-
anir á möguleikum erlendra aðila til að
öðlast réttindi yfir fasteignum á Íslandi séu
bæði réttlætanlegar og nauðsynlegar, m .a .
til að standa vörð um sjálfstæði eða full veldi
landsins og möguleika komandi kynslóða
til að njóta arðs af auðlindum landsins til
lengri framtíðar .“
Í skýrslunni, sem er dagsett 30 . maí 2014,
segir meðal annars:
„Þótt meginsjónarmiðið sé frjálsræði og
gegnsæi telur nefndin að tilteknar tak mark-
anir á möguleikum erlendra aðila utan EES
til að öðlast réttindi yfir jarðnæði hér á landi
geti verið réttlætanlegar og nauð synlegar .
Ljóst er að flest ef ekki öll lönd hafa slíkar
takmarkanir gagnvart fjárfestingum frá
þriðju ríkjum . Að baki slíkum sjónarmiðum
standa t .d . viðhorf um mikilvægi þess að
standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi
landsins og möguleika komandi kynslóða
til að njóta arðs af auðlindum landsins til
lengri framtíðar .“
Nefndin leggur til að takmarkaðar verði