Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 32
Þjóðmál haust 2014 31
samið um mig og mér til háðungar, kol féll
í Þjóðleikhúsinu . Sigrún sagði þá í tölvu-
skeyti til mín, að flestar athugasemdir mínar
snerust um aukaatriði og sum um túlk-
un aratriði . Þar er ég hjartanlega sammála
henni . Það er einmitt lóðið í ritgerð minni:
Geir Sigurðsson reyndi að vísa stór virki
Changs og Hallidays á bug með þótta-
full um athuga semdum um nokkur um-
deilanleg og smá vægileg atriði, um leið og
hann horfði fram hjá þeim fjársjóði nýrra
upplýsinga, sem þau höfðu safnað saman í
fjögur hundruð viðtölum og hundruðum
gagna, sem áður höfðu ekki verið tiltæk .
„Grein Geirs fjallar einkum um vinnubrögð
C[hangs] og H[allidays] og ég get ekki
séð að hann horfi með því móti fram hjá
þeirri staðreynd að Maó hafi verið illmenni
og níðingur . Allar vangaveltur um að Maó
hafi verið jafnvondur og Stalín og Hitler,
svo og siðferðilegar umvandanir þínar til
sagnfræðinga um mikilvægi þess að þeir taki
sér stöðu með lýðnum og fórnarlömbunum
gegn böðlinum, eiga auk þess ekkert
erindi í ritrýnt fræðitímarit,“ segir Sigrún í
tölvuskeyti sínu . „Ég skal þó viðurkenna að
mér finnast lokaorð hans kannski full sterk
en aðalatriðið er samt þetta: Í mínum huga
þyrfti grein þín að vera einhver meiriháttar
afhjúpun svo réttlæta mætti birtingu hennar
sem svar við ítardómi sem birtist fyrir 6 árum
síðan .“ Hér á næstu blaðsíðum er ritgerð
mín óbreytt, eins og ég sendi hana Sögu fyrir
tveimur árum . Lesendur geta sjálfir dæmt .
Dr . Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, þýðandi Svartbókar kommúnismans, flytur fyrirlestur
um ævisögu Maós í Háskóla Íslands 2 . nóvember 2012 . Ljósmynd: Morgunblaðið / Kristinn Ingvarsson .