Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 35
34 Þjóðmál haust 2014
þögn þeirra, sem ekki fá að mæla, sem
vísbendingu . Hann tekur sér ekki ætíð
stöðu með valdsmönnunum inni í höllinni
og horfir niður (þótt það sjónarhorn sé
vissulega fróðlegt), heldur einnig með
lýðnum úti á torginu og horfir upp og í
kringum sig . Hann segir ekki síður frá
fórnarlömbum en böðlum . Ég get ekki
orðað þetta betur en franski sagnfræð ing-
ur inn François-René de Chateaubriand í
Minningum sínum:
Við hina djúpu þögn undirgefninnar, þar
sem ekkert heyrist nema glamrið í hlekkj-
um þrælsins og hvísl uppljóstrarans, allir
skjálfa af ótta við harðstjórann og sami
háski er að vera í náðinni hjá honum og
vekja óánægju hans, birtist sagnfræðing-
ur inn, sem tryggja á makleg málagjöld
fyrir hönd alþýðu manna . Neró dafnaði
til einskis, því að Tacitus hafði þegar fæðst
í Rómaveldi .4
Þetta merkir ekki, að sagnfræðingurinn eigi
jafnan að setjast í dómarasæti . En hann má
ekki truflast af seiði valdsins og afsaka hið
óafsakanlega . Ef Maó Zedong var illmenni
og níðingur, þá var hann það eftir sem áður,
þótt hann gegndi háu embætti og legði
undir Kína ýmis stór lönd .
Síðan verður að hnykkja á því, að rit
þeirra Jungs Changs og Jons Hallidays um
Maó er feikilegt afrek, þótt vitaskuld sé það
ekki gallalaust fremur en önnur mannanna
verk . Chang fæddist og ólst upp í Kína,
svo að hún hafði aðgang að kínverskum
heimildum, og Halliday talar ekki aðeins
ensku, heldur líka rússnesku, svo að hann
hafði aðgang að heimildum á rússnesku og
öðrum slavneskum málum . Bók þeirra var
ekki skrifuð upp úr verkum annarra, þótt
þau styddust við aragrúa prentaðra rita,
heldur reyndu þau eftir megni að skoða
frumheimildir í Kína, Rússlandi og víðar .
Fram kemur í bókarlok, að þau stunduðu
rann sóknir á skjalasöfnum í Albaníu,
Banda ríkjunum, Bretlandi, Búlgaríu, Ítalíu,
Japan, Rússlandi, Sviss, Tævan og Þýska-
landi að Kína sjálfu ógleymdu . Tilvísanir
aftanmáls eru 73 blaðsíður í íslensku
þýðingunni, kínversk heimildaskrá 24
blaðsíður og skrá um heimildir á öðrum
málum 21 blaðsíða . Ekki er minna um það
vert, að þau Chang og Halliday töluðu við
um 350–400 manns, þótt þau mættu ekki
nafngreina alla heimildarmenn sína í Kína .
Á meðal viðmælenda þeirra voru margir
vandamenn Maós, vinir og samverka-
menn, fjölskyldur þeirra, nokkrir af æðstu
mönn um Kína í tíð Maós og ýmsir sjónar-
vottar að sögulegum viðburðum, til dæmis
túlkar og lífverðir, kínverskir sagnfræðingar,
sem fengið höfðu að kanna heimildir, sem
öðrum voru lokaðar, og menn í öðrum
lönd um, sem þekktu Maó beint eða óbeint,
þar á meðal Bandaríkjaforsetarnir George
H . Bush og Gerald Ford, Henry Kissinger,
stjórn málafræðingur og öryggismálaráð gjafi,
og nokkrir fyrrverandi yfirmenn banda-
rísku leyniþjónustunnar . Úr öllu þessu efni
settu þau Chang og Halliday saman mjög
V ið hina djúpu þögn undirgefninnar, þar sem ekkert
heyrist nema glamrið í hlekkj um
þrælsins og hvísl uppljóstrarans,
allir skjálfa af ótta við harðstjórann
og sami háski er að vera í náðinni
hjá honum og vekja óánægju hans,
birtist sagnfræðing ur inn, sem
tryggja á makleg málagjöld fyrir
hönd alþýðu manna .“