Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 85
84 Þjóðmál haust 2014 Hámarksálag íslenzka rafkerfisins er um þessar mundir um 2000 MW . BSS minnist á vatnsaflsvirkjun í Wales, Dinorwig-dælu- virkjun, sem að aflgetu er 1800 MW og er notuð til að regla allt að +/- 1300 MW á 12 s . Íslenzka raforkukerfið er ekki í stakk búið til að regla +/- 700 MW á 6,5 s, svo að sami stigull og hnigull10 sé notaður og í brezka dæminu, þ .e . 108 MW/s . Yrði þetta reynt í núverandi raforkukerfi Íslands, yrðu skaðlegar tíðni- og spennu- sveiflur í kerfinu . Það þarf að rannsaka bæði svipula og æstæða11 hegðun íslenzka raforkukerfisins við þessar aðstæður áður en lengra er haldið . Öfgadæmi í þessa veru getur hæglega kom ið upp, en það er rof á sæstrengnum vegna bilunar við flutning á 700 MW í aðra hvora áttina . Hætt er við alvarlegu straum leysi á landinu af völdum slíks rofs og jafnvel myrkvun landsins alls án mjög dýrra mótvægisaðgerða . Þessi áhætta hefur ekki verið í umræðunni, en getur reynzt alger frágangssök varðandi tengingu íslenzka raforkukerfisins við firnasterkt kerfi um sæstreng . Allt er þetta reiknanlegt og skrýtið, að Landsvirkjun skuli ekki fyrst leggja út í þann kostnað áður en farið er út í annars konar vangaveltur . Tæknilega virðist þessi útgáfa sæstrengs- hugmyndarinnar þess vegna annmörkum undirorpin, og skýringin á því er smæð ís- lenzka raforkukerfisins í samanburði við þann flutning, sem á að eiga sér stað . Fyrir arðsemi strengsins er flutningsgeta hans hins vegar allt of lítil, þ .e . 700 MW flutningur stendur engan veginn undir kostnaðinum við svona langan og togþolinn streng . Sæstrengur fyrir aflflutninga til annarra landa hentar Íslandi alls ekki. Hugmyndinni um aðkomu Íslendinga að þessum aflreglunarmarkaði á Bretlandi lýs ir BSS með eftirfarandi hætti í téðri Þjóð mála- grein: „Íslenskur sæstrengur gæti veitt sömu þjónustu og dæluvirkjanir, en með öðrum hætti . Rafmagn yrði þannig flutt til Íslands á nóttunni, þegar rafmagnsverð er lágt og afhent til stóriðju hérlendis . Á meðan yrði vatn sparað í uppistöðulónum . Á dag inn væri síðan afhending tvöfölduð úr vatnsafls- stöðvunum . Í þessu tilfelli væri ekki verið að auka magn raforku, sem framleitt er á Íslandi, heldur auka aflgetuna; þ .e . í stað þess að virkja meira er vatnsaflstúrbínum fjölg að í núverandi virkjunum . Gagnvart Bret um væru Íslendingar að geyma raf magn fyrir þá „á lager“ . Gagnvart Íslending um fengist hærra verð fyrir sama magn af raf orku .“ Í tæplega öld hefur það tíðkazt í Evrópu að spara vatn í miðlunarlónum vatnsafls- virkj ana að nóttunni og láta síðan þessar virkjanir um aflreglunina að deginum . Það voru Frakkar og Ítalir, sem innleiddu slíkt orku- og aflsamstarf við Svisslendinga árið 1920, en í Sviss var og er enn mikið vatnsafl virkjað . Varðandi þess háttar reglun um 1000 km langan sæstreng er rétt að taka upp þráðinn, þar sem BSS lætur hann niður falla í ofangreindri tilvitnun, og svara spurningunni, sem fjárhagslegur fýsileiki þessarar viðskiptahugmyndar veltur á: hvaða verð þyrfti að lágmarki að fást fyrir brezka orku, sem afhent yrði við endabúnað sæstrengs á Skotlandi og búið er að geyma með þessu móti á Íslandi yfir nótt? Svarið fæst með eftirfarandi líkingu: KÍ = VB + 2 * FK Skýringar á jöfnunni: KÍ: Kostnaður raforku frá Íslandi við afhendingarstað inn á skozka raf orku- kerfið VB: verð á brezku næturrafmagni inn á sæstrengsmannvirkin, Skotlandsmegin • Samkvæmt ICIS12 er þetta verð um 50 USD/MWh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.