Þjóðmál - 01.09.2014, Page 85
84 Þjóðmál haust 2014
Hámarksálag íslenzka rafkerfisins er um
þessar mundir um 2000 MW . BSS minnist
á vatnsaflsvirkjun í Wales, Dinorwig-dælu-
virkjun, sem að aflgetu er 1800 MW og er
notuð til að regla allt að +/- 1300 MW á 12 s .
Íslenzka raforkukerfið er ekki í stakk búið
til að regla +/- 700 MW á 6,5 s, svo að sami
stigull og hnigull10 sé notaður og í brezka
dæminu, þ .e . 108 MW/s .
Yrði þetta reynt í núverandi raforkukerfi
Íslands, yrðu skaðlegar tíðni- og spennu-
sveiflur í kerfinu . Það þarf að rannsaka
bæði svipula og æstæða11 hegðun íslenzka
raforkukerfisins við þessar aðstæður áður en
lengra er haldið .
Öfgadæmi í þessa veru getur hæglega
kom ið upp, en það er rof á sæstrengnum
vegna bilunar við flutning á 700 MW í
aðra hvora áttina . Hætt er við alvarlegu
straum leysi á landinu af völdum slíks
rofs og jafnvel myrkvun landsins alls án
mjög dýrra mótvægisaðgerða . Þessi áhætta
hefur ekki verið í umræðunni, en getur
reynzt alger frágangssök varðandi tengingu
íslenzka raforkukerfisins við firnasterkt
kerfi um sæstreng . Allt er þetta reiknanlegt
og skrýtið, að Landsvirkjun skuli ekki fyrst
leggja út í þann kostnað áður en farið er út
í annars konar vangaveltur .
Tæknilega virðist þessi útgáfa sæstrengs-
hugmyndarinnar þess vegna annmörkum
undirorpin, og skýringin á því er smæð ís-
lenzka raforkukerfisins í samanburði við
þann flutning, sem á að eiga sér stað .
Fyrir arðsemi strengsins er flutningsgeta
hans hins vegar allt of lítil, þ .e . 700 MW
flutningur stendur engan veginn undir
kostnaðinum við svona langan og togþolinn
streng . Sæstrengur fyrir aflflutninga til
annarra landa hentar Íslandi alls ekki.
Hugmyndinni um aðkomu Íslendinga að
þessum aflreglunarmarkaði á Bretlandi lýs ir
BSS með eftirfarandi hætti í téðri Þjóð mála-
grein:
„Íslenskur sæstrengur gæti veitt sömu
þjónustu og dæluvirkjanir, en með öðrum
hætti . Rafmagn yrði þannig flutt til Íslands
á nóttunni, þegar rafmagnsverð er lágt og
afhent til stóriðju hérlendis . Á meðan yrði
vatn sparað í uppistöðulónum . Á dag inn
væri síðan afhending tvöfölduð úr vatnsafls-
stöðvunum . Í þessu tilfelli væri ekki verið
að auka magn raforku, sem framleitt er á
Íslandi, heldur auka aflgetuna; þ .e . í stað þess
að virkja meira er vatnsaflstúrbínum fjölg að
í núverandi virkjunum . Gagnvart Bret um
væru Íslendingar að geyma raf magn fyrir
þá „á lager“ . Gagnvart Íslending um fengist
hærra verð fyrir sama magn af raf orku .“
Í tæplega öld hefur það tíðkazt í Evrópu
að spara vatn í miðlunarlónum vatnsafls-
virkj ana að nóttunni og láta síðan þessar
virkjanir um aflreglunina að deginum .
Það voru Frakkar og Ítalir, sem innleiddu
slíkt orku- og aflsamstarf við Svisslendinga
árið 1920, en í Sviss var og er enn mikið
vatnsafl virkjað . Varðandi þess háttar reglun
um 1000 km langan sæstreng er rétt að
taka upp þráðinn, þar sem BSS lætur hann
niður falla í ofangreindri tilvitnun, og svara
spurningunni, sem fjárhagslegur fýsileiki
þessarar viðskiptahugmyndar veltur á:
hvaða verð þyrfti að lágmarki að fást fyrir
brezka orku, sem afhent yrði við endabúnað
sæstrengs á Skotlandi og búið er að geyma
með þessu móti á Íslandi yfir nótt? Svarið
fæst með eftirfarandi líkingu:
KÍ = VB + 2 * FK
Skýringar á jöfnunni:
KÍ: Kostnaður raforku frá Íslandi við
afhendingarstað inn á skozka raf orku-
kerfið
VB: verð á brezku næturrafmagni inn á
sæstrengsmannvirkin, Skotlandsmegin
• Samkvæmt ICIS12 er þetta verð um 50
USD/MWh