Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 59

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 59
58 Þjóðmál haust 2014 Hann fæddist að Eyvík nálægt Húsa vík 6 . janúar 1922, en lést 5 . ágúst 2014 . Kristján var sonur Karls Kristjáns son ar al- þingi smanns og Pálínu Jóhannes dótt ur . Kristján var tvíkvæntur, fyrst Nancy Davis, (22 .10 .1922– 21 .8 .1949) . Síðari kona hans var Elísabet Jónasdóttir (f . 8 .4 .1922) og lifir hún mann sinn . Kristján lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri1942 og fór þá til náms í bókmenntafræði í Bandaríkjunum . Hann lauk BA-prófi í enskum bók menntum frá University of California 1945 og MA-prófi í samanburðar bók menntum frá Columbia University 1947 . Hann fluttist síðan aftur til Íslands og vann hjá bókaútgáfunni Norðra, en fór svo aftur til Bandaríkjanna og var bókavörður við Cornell-háskóla á árunum 1948–1952 . Hann vann síðan hjá bókaútgáfunni Helgafelli til 1984, en þar eftir hjá Almenna bóka félaginu, auk þess sem hann var ráðgjafi hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi . Kristján varð kunnur sem bókmennta- túlkandi . Hann gaf m .a . út ljóðasöfn Bjarna Thor arensen, Steins Steinars, Tómasar Guð- mundssonar og Stefáns frá Hvítadal með góðum inngangsköflum . Þeir voru síðar endurprentaðir í bók hans Hús sem hreyfist. Sjö ljóð skáld . Ekki svo að skilja að ég sé sammála honum í einu og öllu, mér fannst hann t .d . of jákvæður í garð Stefáns . En það er sjálfsagt af skyldleika, báðir heilluðu í hrynjandi . Kristján var meðritstjóri tíma- ritsins Helgafells á 6 . áratuginum og birti þar smásögur, frumsamdar og þýddar . Meðal þýðinga Kristjáns má nefna Ehrengard eftir Karen Blixen (1964) og safn smásagna eftir William Faulkner (1956) . En mest munar um val hans og umsjón á fimm binda safni íslenskra ljóða, Íslenskt ljóðasafn, frumortra og þýddra, 1974–1978, og Íslenskar smásögur I–VI, þriggja binda frumsaminna og þriggja þýddra, 1982–1985 . Þessi merku söfn þyrftu að vera fáanleg ævinlega . Mig minnir að ég hafi fyrst kynnst Krist jáni árið 1984 þegar ég fluttist heim frá Frakklandi . Báðir unnum við þá að Ensk­íslenskri orðabók Arnar og Örlygs . Og svo áttum við sameiginlegan vin, sem raunar lést ári áður, Jóhann Hannesson, fyrrum skóla meistara á Laugarvatni, en hann var rit sjóri orðabókarinnar til dauðadags . Þeir Krist ján kváðust á limrum meðan báðir bjuggu í Bandaríkjunum . Seinna gaf Krist- ján út limrusafn, sem ekki er í kvæða safni hans . Ekki skal ég reyna að skýra hve seint ljóðabækur hans komu, en Kristján var afar hlédrægur og tillitssamur í að segja Örn Ólafsson Kristján Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.