Þjóðmál - 01.09.2014, Page 59

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 59
58 Þjóðmál haust 2014 Hann fæddist að Eyvík nálægt Húsa vík 6 . janúar 1922, en lést 5 . ágúst 2014 . Kristján var sonur Karls Kristjáns son ar al- þingi smanns og Pálínu Jóhannes dótt ur . Kristján var tvíkvæntur, fyrst Nancy Davis, (22 .10 .1922– 21 .8 .1949) . Síðari kona hans var Elísabet Jónasdóttir (f . 8 .4 .1922) og lifir hún mann sinn . Kristján lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri1942 og fór þá til náms í bókmenntafræði í Bandaríkjunum . Hann lauk BA-prófi í enskum bók menntum frá University of California 1945 og MA-prófi í samanburðar bók menntum frá Columbia University 1947 . Hann fluttist síðan aftur til Íslands og vann hjá bókaútgáfunni Norðra, en fór svo aftur til Bandaríkjanna og var bókavörður við Cornell-háskóla á árunum 1948–1952 . Hann vann síðan hjá bókaútgáfunni Helgafelli til 1984, en þar eftir hjá Almenna bóka félaginu, auk þess sem hann var ráðgjafi hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi . Kristján varð kunnur sem bókmennta- túlkandi . Hann gaf m .a . út ljóðasöfn Bjarna Thor arensen, Steins Steinars, Tómasar Guð- mundssonar og Stefáns frá Hvítadal með góðum inngangsköflum . Þeir voru síðar endurprentaðir í bók hans Hús sem hreyfist. Sjö ljóð skáld . Ekki svo að skilja að ég sé sammála honum í einu og öllu, mér fannst hann t .d . of jákvæður í garð Stefáns . En það er sjálfsagt af skyldleika, báðir heilluðu í hrynjandi . Kristján var meðritstjóri tíma- ritsins Helgafells á 6 . áratuginum og birti þar smásögur, frumsamdar og þýddar . Meðal þýðinga Kristjáns má nefna Ehrengard eftir Karen Blixen (1964) og safn smásagna eftir William Faulkner (1956) . En mest munar um val hans og umsjón á fimm binda safni íslenskra ljóða, Íslenskt ljóðasafn, frumortra og þýddra, 1974–1978, og Íslenskar smásögur I–VI, þriggja binda frumsaminna og þriggja þýddra, 1982–1985 . Þessi merku söfn þyrftu að vera fáanleg ævinlega . Mig minnir að ég hafi fyrst kynnst Krist jáni árið 1984 þegar ég fluttist heim frá Frakklandi . Báðir unnum við þá að Ensk­íslenskri orðabók Arnar og Örlygs . Og svo áttum við sameiginlegan vin, sem raunar lést ári áður, Jóhann Hannesson, fyrrum skóla meistara á Laugarvatni, en hann var rit sjóri orðabókarinnar til dauðadags . Þeir Krist ján kváðust á limrum meðan báðir bjuggu í Bandaríkjunum . Seinna gaf Krist- ján út limrusafn, sem ekki er í kvæða safni hans . Ekki skal ég reyna að skýra hve seint ljóðabækur hans komu, en Kristján var afar hlédrægur og tillitssamur í að segja Örn Ólafsson Kristján Karlsson

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.