Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 52
Þjóðmál haust 2014 51
mæli við kennsluefni á ensku í öðrum
greinum, t .d . í sögu eða stærðfræði . Enn
betra væri ef einstaka námsgreinar væru
hreinlega kenndar á ensku . Þetta er þegar
gert í sumum skólum, t .d . á hinni alþjóð -
legu IB-námsbraut í MH og stöku alþjóð-
legum grunn skólum, t .d . Alþjóðaskólan-
um í Reykjavík (Reykjavik Internat ional
School) .
Í þriðja lagi væri æskilegt að fyrirtæki,
sem eiga mikið undir alþjóðaviðskiptum,
taki upp ensku að hluta sem opinbert
vinnumál, t .d . á stærri fundum þar sem
umtalsverður hluti starfsmanna er af
erlendu bergi brotinn eða í innanhúspósti
sem varða fleiri en íslenska starfsmenn eina .
Draga þyrfti úr öllum þeim tvíverknaði sem
öllum þessum þýðingum fylgir . Til dæmis
er álitaefni hvort aðaltungumál heimasíðu
fyrirtækis, sem á megnið af starfsemi sinni
undir erlendum viðskiptavinum, eigi ekki
frekar að vera á ensku en íslensku .
Í fjórða lagi ætti að gefa innflytjendum
kost á að velja um tungumál, íslensku eða
ensku . Þannig ættu þeir að hafa val um að
sækja ensku- eða íslenskunámskeið . Börn
innflytjenda eiga þá að geta valið um skóla
þar sem megnið af námsefninu er kennt á
ensku frekar en íslensku .
Með tímanum gæti enskan orðið jafn
órjúfanlegur hluti af íslensku málsamfélagi
og danskan í því færeyska . Og rétt eins og
færeyska helst svo til óbreytt og ómenguð
þrátt fyrir alla dönskuna, ætti íslenskan að
standast ágang enskunnar . Tilfellið er að sé
þessum tveimur málum haldið aðskyld um,
t .d . enska í vinnunni og íslenska á meðal
fjölskyldu og vina, ættu Íslendingar að geta
bætt enskufærni sína verulega og jafnvel að
því marki að telja mætti ensku til annars
máls . Svo má auðvitað alltaf tala ensku á
sunnudögum eins og sagt hefur verið að
hafi verið gert með dönskuna í sumum
kauptúnum hér í gamla daga!
Látum svo ummæli Frosta Bergssonar
í kjölfar erindis hans á ofannefndu Við-
skiptaþingi vera lokaorð þessara hug-
leiðinga:
„Það þarf sífellt að endurskoða hvaða
atriði lögð er áhersla á í skólakerfi . Við
þurfum að mínu viti að skerpa sýnina á þá
hluti eða verðmæti sem við viljum halda í .
Staðreyndin er sú að börnin okkar eru að
taka til sín enskuna í gegnum tölvuleiki,
sjónvarp og annað efni . Því er spurning
hvort við eigum ekki að taka enskuna inn
eins snemma og hægt er og kenna hana vel .
Annars vegar getum við staðið vörð um
það að vera Íslendingar með okkar íslensku
menningu, en hins vegar að vera tvítyngd
þjóð og tala bæði íslensku og ensku og hvort
tveggja málið vel .“
Heimildir
Arnbjörnsdóttir, B . & Ingvarsdóttir, H . 2010) .
Simultaneous Parallel Code Use: Using English
in University Studies in Iceland .
Arnbjörnsdóttir, B . & Jónsdóttir, H . (2009) .
Notkun ensku í háskólanámi á Íslandi .
Bergsson, F . (2001) . Viðtal í Viðskiptablaði
Morg un blaðsins .
Berman, R . (2010) . Icelandic university stud-
ents’ English reading skills .
Málfríður, 26 (1), 15–18 .
Edgarsson, G . (2013) . Evaluation of English for
Academic Proficiency . PhD thesis in progress .
Hellekjær, G .O . (2009) . Academic English
reading proficiency at the university level: A
Norwegian case study . Reading in a Foreign
Language, 21 (2), 198–222 .
Jóhannsdóttir, Á . (2013) . Future Cosmo poli-
tans: 4th grade Students of English in Iceland,
University of Iceland .
Krashen, Stephen D . Second Language Acquis
it ion and Second Language Learning . Prentice-
Hall International, 1988 .
Krashen, Stephen D . (2004) . The Case for
Narrow Reading . Language Magazine 3(5):
17–19 .
Kristjánsson, Erlendína . (2014) . Persónulegt
samtal .