Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 50

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 50
 Þjóðmál haust 2014 49 sem notað er í ræðu og riti víðast hvar, t .d . í skólum . Fyrsta mál er jafnframt það tungumál sem fólk nær mestri færni í og tileinkar sér í gegnum uppeldi og umhverfi . Flestir Íslendingar tala íslensku sem móðurmál, Norðmenn norsku, Bandaríkjamenn ensku, o .s .frv . Annað mál Annað mál (e . second language) er það tungumál sem er ekki móðurmál en er engu að síður órjúfanlegur hluti af mál- samfélaginu, oft sem samskiptamál í lönd- um þar sem margar mállýskur er tal aðar eða ólík tungumál eru notuð . Til að skýra þetta hugtak betur skulum við líta á tvö dæmi . Í Suður-Afríku eru aðallega tvö tungumál töluð meðal hvítra, þ .e . enska, sem fólk af breskum uppruna talar (Englendingar) og afrikaans, sem fólk af hollensku bergi notar (Búar) . Afrikaans er því í raun hollensk mállýska . Ennfremur eru töluð nokkur tungu mál meðal svartra ættbálka, t .d . hefur Zulu-ættbálkurinn sitt eigið tungumál . Fyrir Englendingana er enska fyrsta mál en fyrir hina er hún aðallega annað mál . Þótt enska sé ekki töluð sem móðurmál af meirihluta landsmanna hefur hún gegnt hlutverki samskiptamáls (e . lingua franca) í Suður-Afríku . Enska er fyrirferðarmikil í fjölmiðlum (enskt sjónvarps- og útvarpsefni er t .d . ekki þýtt) og skólum (margir Búar ganga í enskumælandi skóla) auk þess sem blöndun á meðal íbúa er umtalsverð, þó einkum á meðal Búa og Englendinga (t .d . hjónabönd, vinahópar og vinnufélagar) . Flestir Búar tala því ensku sem annað mál en afrikaans sem fyrsta mál . Annað dæmi um land þar sem íbúarnir eru svo gott sem tvítyngdir á fyrsta og annað mál er Færeyjar . Sökum náinna samskipta við Dani í gegnum aldirnar hefur danskan gegnt hlutverki annars máls þar í landi . Færeyingar eiga sitt móðurmál, færeysku, en brúka svo iðulega dönsku af miklu öryggi þegar það á við . Svo sjálfsagt þykir að kunna dönsku í Færeyjum að danskt sjónvarps- og útvarpsefni er ekki þýtt . Erlent sjónvarpsefni, t .d . bandarískar bíó myndir, er að jafnaði þýtt á dönsku, ekki færeysku . Ýmiss konar lesefni í skólum er á dönsku . Heilu námsfögin eru kennd á dönsku, t .d . í menntaskólum . Færeyingar giftast inn í danskar fjölskyldur og eignast danska vini og vinnufélaga . Færeyingar tala því dönsku sem annað mál . Erlent mál Erlent mál (e . foreign language) er það tungumál sem er ekki eðlilegur hluti af málsamfélaginu og fólk lærir einkum með skipulögðum hætti, aðallega í skólum . Dæmi um erlend mál á Íslandi eru danska og þýska . Í Bretlandi læra nemendur aðallega frönsku sem erlent mál, í Bandaríkjunum einkum spænsku og algengt er að nemendur á Norðurlöndunum læri þýsku sem erlent mál . Er enska á Íslandi annað mál eða erlent mál? Samkvæmt athugun Birnu Arnbjörns-dóttur hefur enskan í æ ríkari mæli nálgast stöðu annars máls á Íslandi síðast- liðin ár . Ástæðurnar blasa við: gífurlegar framfarir á sviði tækni og upplýsingatækni hin síðari ár hafa opnað landið fyrir áhrifum ensku margfalt á við það sem áður tíðkaðist . Birna vill þó meina að enskan hafi enn ekki náð stöðu annars máls hér á landi heldur sé hún nú mitt á milli þess að teljast erlent mál og annað mál . Til að enskan teljist annað mál á Íslandi þarf ílagið að verða enn meira auk þess sem notkun ensku í hversdagslegum samskiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.