Þjóðmál - 01.09.2014, Side 50
Þjóðmál haust 2014 49
sem notað er í ræðu og riti víðast hvar,
t .d . í skólum . Fyrsta mál er jafnframt
það tungumál sem fólk nær mestri færni
í og tileinkar sér í gegnum uppeldi og
umhverfi . Flestir Íslendingar tala íslensku
sem móðurmál, Norðmenn norsku,
Bandaríkjamenn ensku, o .s .frv .
Annað mál
Annað mál (e . second language) er það tungumál sem er ekki móðurmál en
er engu að síður órjúfanlegur hluti af mál-
samfélaginu, oft sem samskiptamál í lönd-
um þar sem margar mállýskur er tal aðar eða
ólík tungumál eru notuð . Til að skýra þetta
hugtak betur skulum við líta á tvö dæmi .
Í Suður-Afríku eru aðallega tvö tungumál
töluð meðal hvítra, þ .e . enska, sem fólk af
breskum uppruna talar (Englendingar) og
afrikaans, sem fólk af hollensku bergi notar
(Búar) . Afrikaans er því í raun hollensk
mállýska . Ennfremur eru töluð nokkur
tungu mál meðal svartra ættbálka, t .d . hefur
Zulu-ættbálkurinn sitt eigið tungumál .
Fyrir Englendingana er enska fyrsta mál
en fyrir hina er hún aðallega annað mál .
Þótt enska sé ekki töluð sem móðurmál af
meirihluta landsmanna hefur hún gegnt
hlutverki samskiptamáls (e . lingua franca)
í Suður-Afríku . Enska er fyrirferðarmikil í
fjölmiðlum (enskt sjónvarps- og útvarpsefni
er t .d . ekki þýtt) og skólum (margir Búar
ganga í enskumælandi skóla) auk þess sem
blöndun á meðal íbúa er umtalsverð, þó
einkum á meðal Búa og Englendinga (t .d .
hjónabönd, vinahópar og vinnufélagar) .
Flestir Búar tala því ensku sem annað mál
en afrikaans sem fyrsta mál .
Annað dæmi um land þar sem íbúarnir
eru svo gott sem tvítyngdir á fyrsta og
annað mál er Færeyjar . Sökum náinna
samskipta við Dani í gegnum aldirnar
hefur danskan gegnt hlutverki annars máls
þar í landi . Færeyingar eiga sitt móðurmál,
færeysku, en brúka svo iðulega dönsku af
miklu öryggi þegar það á við . Svo sjálfsagt
þykir að kunna dönsku í Færeyjum að
danskt sjónvarps- og útvarpsefni er ekki
þýtt . Erlent sjónvarpsefni, t .d . bandarískar
bíó myndir, er að jafnaði þýtt á dönsku, ekki
færeysku . Ýmiss konar lesefni í skólum er
á dönsku . Heilu námsfögin eru kennd á
dönsku, t .d . í menntaskólum . Færeyingar
giftast inn í danskar fjölskyldur og eignast
danska vini og vinnufélaga . Færeyingar tala
því dönsku sem annað mál .
Erlent mál
Erlent mál (e . foreign language) er það tungumál sem er ekki eðlilegur hluti
af málsamfélaginu og fólk lærir einkum
með skipulögðum hætti, aðallega í skólum .
Dæmi um erlend mál á Íslandi eru danska og
þýska . Í Bretlandi læra nemendur aðallega
frönsku sem erlent mál, í Bandaríkjunum
einkum spænsku og algengt er að nemendur
á Norðurlöndunum læri þýsku sem erlent
mál .
Er enska á Íslandi annað mál
eða erlent mál?
Samkvæmt athugun Birnu Arnbjörns-dóttur hefur enskan í æ ríkari mæli
nálgast stöðu annars máls á Íslandi síðast-
liðin ár . Ástæðurnar blasa við: gífurlegar
framfarir á sviði tækni og upplýsingatækni
hin síðari ár hafa opnað landið fyrir áhrifum
ensku margfalt á við það sem áður tíðkaðist .
Birna vill þó meina að enskan hafi enn ekki
náð stöðu annars máls hér á landi heldur sé
hún nú mitt á milli þess að teljast erlent mál
og annað mál .
Til að enskan teljist annað mál á Íslandi
þarf ílagið að verða enn meira auk þess sem
notkun ensku í hversdagslegum samskiptum