Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 19
18 Þjóðmál haust 2014 Gunnar Þór Bjarnason Hvað verður nú um Ísland? Íslendingar og heimsstyrjöldin fyrri 1914–1918 Heimkoma Síðla júlímánaðar 1914 sneri nýskipað ur ráðherra Íslands, Sigurður Eggerz, heim af konungsfundi . Frá Kaupmannahöfn hélt hann til Englands, tók sér far með enskum togara frá útgerðarbænum Hull og kom að Vík í Mýrdal miðvikudaginn 29 . júlí . Þar steig hann á land og fór ríðandi sem leið lá vestur að bænum Ægissíðu við Ytri-Rangá . Þangað höfðu menn sent bifreið eftir ráðherranum . Til Reykjavíkur kom hann skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstu- dagsins 31 . júlí .1 Sigurður stóð á fertugu, hafði setið á þingi frá því á árinu 1911 og fylgt Sjálf stæðis- flokknum eldri að málum . Sjálfstæðis menn unnu góðan sigur í alþingiskosning um í apríl 1914 sem leiddi til þess að Hannes Hafstein sagði af sér ráðherraembætti . Því hafði hann gegnt frá því um mitt sumar 1912 (og áður á árunum 1904 til 1909) . Alþingi (aukaþing) kom saman í júlíbyrjun 1914 til að afgreiða stjórnarskrárbreytingar . Mikið gekk á í veröldinni um þessar mund ir . Eftir morðið á ríkisarfa Austur- ríkis-Ung verja lands í Sarajevó 28 . júní hrönn uð ust upp ófriðarský yfir Evrópu . Stjórn völd í Vínar borg kenndu Serbíu- stjórn um ódæðis verkið og þriðjudaginn 28 . júlí, degi áður en Sigurður Eggerz gekk á land í Vík í Mýrdal, sögðu Austurríkis- menn Serbum stríð á hendur . Viku síðar réðust Þjóðverjar inn í Belgíu og bardagar hófust á vesturvígstöðvunum . „Horfurnar voðalegar“, „Evrópustríð mjög sennilegt“, „Ákafur herbúnaður“, „Frumorrusta háð“, „Allt komið í bál og brand“, „Evrópa öll í ljósum loga“ — þetta eru dæmi um fyrirsagnir á fréttaskeytum sem birtust í íslenskum blöðum hina örlaga ríku daga í júlí og ágúst .2 Íslendingar köll uðu stríðið oftast Norðurálfuófriðinn, líka Evrópu stríðið . Þetta var ekki heims- styrjöldin fyrri — ekki fyrr en síðar, eftir aðra og enn ógurlegri styrjöld . Sigurður Eggerz hafði ætlað sér að skýra alþingi frá Danmerkurferð sinni og erind- um ytra strax eftir heimkomuna en neyddist nú til að fresta því . Önnur og brýnni verk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.