Þjóðmál - 01.09.2014, Side 33

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 33
32 Þjóðmál haust 2014 Tímaritið Saga birtir venjulega ekki rit-dóma um þýddar bækur . Frá því var þó vikið vorið 2007, þegar Geir Sigurðsson birti ritdóm þar um bókina Maó: Sagan sem aldrei var sögð eftir þau Jung Chang og Jon Halliday . Dómur hans var raunar ekki venjulegur ritdómur, heldur ítardómur, 13 blaðsíður að lengd . Og hann birtist, skömmu áður en íslensk þýðing bókarinnar kom út, þótt Geir minntist þar á, að hún væri á leiðinni .1 Mikið virðist hafa legið við . Geir er ekki sagnfræðingur að mennt, heldur heimspekingur, og er sérgrein hans kínversk heimspeki . Stundaði hann nám í tvö ár, 2001–2003, við Renmin-háskóla í Beijing og naut þá námsstyrks frá kínverskum stjórnvöldum . Þegar Geir skrifaði grein- ina, var hann lektor í kínverskum fræðum Hannes Hólmsteinn Gissurarson Villt sagnfræði og spillt Nokkrar athugasemdir við ritdóm Geirs Sigurðssonar í tímaritinu Sögu um ævisögu Maós Geir Sigurðsson, sérfræðingur í kínverskri heimspeki og um skeið for stöðumaður Konfúsíusar stofnunar innar í Háskóla Íslands, birti vorið 2007 langan ítardóm í Sögu um ævisögu Maós eftir Jung Chang og Jon Halliday, sem þá var væntanleg á íslensku . Þessi dómur var afar harður og ósanngjarn . Þau Chang og Halliday unnu afrek með riti sínu, sem var tíu ára verk . Þau töluðu við hátt í 400 manns, könnuðu fjölda skjalasafna og efni á kínversku, rússnesku, ensku og öðrum málum og unnu upp úr efninu læsilega og fróðlega bók . Efnislegar athugasemdir Geirs eru smávægilegar og í rauninni helst um skilgreiningar og orðalag: Hvort var kínverski kommúnistaflokkurinn stofnaður 1920 eða 1921? Taldist skothríð á Luding-brúnni 1935 skærur eða orrusta? Hvort talaði Maó mállýsku sína lítt breytta eða staðalkínversku með sterkum hreim? Aðalatriðið er, að Maó var miskunnarlaus fjöldamorðingi, sem bar ábyrgð á því, að sjötíu milljónir manna hið fæsta týndu lífi . Chang og Halliday eru vissulega óvinveitt honum, eins og ævisagnahöfundar Hitlers og Stalíns eru flestir óvinveittir söguhetjum sínum . Þau taka sér stöðu við hlið fórnarlambanna frekar en böðulsins . Illvirki Maós má hins vegar frekar rekja til marx-lenínisma hans en kínverskrar hefðar .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.