Þjóðmál - 01.09.2014, Side 7

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 7
6 Þjóðmál haust 2014 sýningum og tónleikum . Hún er nú rekin af Media Consulta í Berlín og minnir helst á MÍR, Menningartengsl Íslands og Ráð- stjórnar ríkjanna, Sovétvinafélagið í kalda stríðinu . II . Jean-Claude Juncker vissi að stefna hans um að falla frá öllum áformum um stækk un ESB nyti stuðnings meirihluta ESB-þingmanna . Honum var kappsmál að fá sem flest atkvæði þeirra og sanna þannig rétt mæti þess að ESB-þingið fengi þau auknu völd sem fólust í aðferðinni við að velja hann í forsæti í framkvæmdastjórninni . Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, var eini valdamaðurinn innan ESB sem tísti eitthvað gagnvart Íslandi eftir að Juncker kynnti stefnu sína . Bildt sagði á Twitter: Ekki loka á Íslendinga, ef þeir skyldu skipta um skoð- un! Bildt tók við aðildarumsókninni úr hendi Össurar Skarphéðinssonar, þáv . utan- ríkisráðherra, í Stokkhólmi hinn 23 . júlí 2009 . Hann var einnig ráðgjafi Össurar í um sóknarferlinu og töldu þeir upphaflega að ferlið mundi taka um 18 mánuði . Ís- lend ingar gætu hvað sem öðru liði örugg- lega tekið afstöðu til aðildarsamnings fyrir árslok 2012 . Í frétt á vefsíðunni mbl.is hinn 25 . ágúst 2014 sagði að tæpur helmingur íbúa ríkja Evrópu sambandsins væri andvígur frekari stækk un sambandsins í fyrirsjáanlegri fram- tíð, það er 49% íbúanna . Hins vegar væru 37% hlynnt frekari stækkun ESB . Tölurnar sýna að afstaða Junckers og ESB-þingsins er í sam ræmi við sjónarmið kjósenda að þessu leyti . Á mbl.is sagði að könnunin hefði verið gerð af Eurobarometer sem kannaði reglu- lega viðhorf þjóða ESB til ýmissa þátta sem snerta sambandið . Viðhorf innan einstakra ríkja ESB eru mismunandi . Til dæmis vilja 70% Rúmena að ESB haldi áfram að stækka en 71% Þjóðverja eru frekar andvígir því, 69% Frakka og 67% Austurríkismanna . Allt ber þetta að sama brunni . Frekari stækk un ESB er alls ekki á döfinni . Hið ein- kennilega og í raun óskiljanlega er að ríkis- stjórn Íslands sem er fyrir sitt leyti á móti stækk un ESB getur ekki tekið af skarið og aftur kallað aðildarumsókn Íslands . Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fer með mál ið og hans er frumkvæðið . Efnislega er mál ið dautt, minningarorðin hafa verið flutt, að ríkisstjórnin hafi ekki þrek til að kasta rekunum er hið eina sorglega í mál inu . Áður en ný framkvæmdastjórn ESB tekur við völdum 1 . nóvember 2014 verður ríkisstjórnin að komast að niðurstöðu sem kynnt verði Jean-Claude Juncker strax og sam starfsfólk hans í framkvæmdastjórn inni sest að völdum . III . Föstudaginn 15 . ágúst 2014 lá fyrir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan ríkis- ráðherra, sætti í ákæru í „lekamálinu“ . Í ákærunni segir að Gísli Freyr hafi „á tíma- bilinu frá þriðjudeginum 19 . nóvember 2013 til miðvikudagsins 20 . nóvember 2013, í Reykjavík, látið óviðkomandi í té efni saman tektar er bar yfirskriftina „Minnis blað varðandi Tony Omos“ .“ Saman tektin hafi verið unnin af starfs- mönnum innan ríkisráðuneytisins 19 . nóvember til upp lýs ingar fyrir innanríkis- ráðherra í til efni af boðuðum mótmælum við innan ríkis ráðuneytið 20 . nóvember vegna brott vísunar hælisleitandans Tony Omos á grund velli úrskurðar ráðuneyt is ins frá 9 . september 2013 . Í sam an tektinni hafi verið að finna við kvæm ar persónu upplýsingar og upplýsingar um einka málefni þriggja einstaklinga sem hafi átt að fara leynt, þar

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.