Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 24

Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 24
 Þjóðmál haust 2014 23 Dýrtíðin Sumir furðuðu sig á því að á sama tíma og „gullið sópaðist inn í landið“ kvæðu við „kveinstafir af hverju landshorni“ .25 En skýringin á kveinstöfunum var einföld . Í stríðsbyrjun skall verðbólguskriða á þjóðinni og það var ekki síst almenningur í þéttbýli sem varð fyrir barðinu á henni . Innfluttar vörur snarhækkuðu í verði og kaupgjald hélt ekki í við hækkanirnar, kaupmáttur rýrnaði . Í þá daga talaði fólk ekki um verðbólgu heldur dýrtíð og fáum orðum bregður oftar fyrir í umræðu um þjóðarhag á stríðs- árunum . Daglangt og árlangt ræddu menn „dýr tíðar ráðstafanir“ . Opinberir starfs menn Að kvöldi fimmtudagsins 27 . ágúst 1914 bárust þær fréttir til landsins að togarinn Skúli fógeti hefði rekist á tundur dufl og farist úti fyrir austurströnd Eng lands . Togarinn hafði selt afla á Englandi og var á heimleið . Í áhöfninni voru 17 menn og týndu fjórir þeirra lífi . Að auki slösuðust þrír . Slysið minnti Íslendinga óþyrmi lega á að Norðurálfuófriðurinn var dauð ans alvara . Blaðið Ísafold skrifaði 29 . ágúst: „Íslendingum hefur, sem von er, fundist þeir fjarri ófriðnum og þeim hættum, sem hann hefur í för með sér, en nú er eins og fregn þessi hafi allt í einu dregið oss nær ófriðar stöðvunum . Hin friðsama og af skekkta þjóð vor hefur ekki komist hjá að láta sonu sína og eignir að fórn í ófriðnum, og þó að aðrar þjóðir missi meira, þá er á það að líta, að hér er af litlu að taka .“ Skipstjórinn á Skúla fógeta hét Krist ján Kristjánsson . Í Morgunblaðinu 20 . sept ember 1914 birtist frásögn hans af slysinu . Þar lýsir hann því hvernig togarinn rak stefnið í tundurduflið og „þegar sprengingin varð, með dimmum, allháum hvelli, hafi gosið undan báðum kinnungum skipsins blossar, reykur og sjór og stigið hátt í loft“ . Ennfremur: „Við sprenginguna lyftist skipið upp að framan, og þegar það féll niður aftur, steyptist yfir það mikill sjór, er gekk aftur yfir það allt og fór niður í vélarúm og víðar . Þar með var skipið algerlega kyrrt, ekkert framskrið, svo var mikill kraftur í þessari vítisvél, að hún stöðvaði Skúla á augnabliki .“ Skömmu síðar sökk togarinn en 13 áhafnarmeðlimum tókst að komast í skipsbát . Þeir reru að bresku síldarskipi sem þarna var statt og flutti þá í land . Til Reykjavíkur komu skipbrotsmennirnir þann 16 . september með togaranum Jóni forseta . Skúli fógeti var með fyrstu skipum sem fórust í stríðinu enda var innan við mánuður liðinn frá því að friðslit urðu með evrópsku stórveldunum . Þýskur kafbátur grandaði óvinaskipi í fyrsta sinn 5 . september 1914 . Skúli fógeti ferst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.