Þjóðmál - 01.09.2014, Side 26

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 26
 Þjóðmál haust 2014 25 aðar . „Útbýting skömmtunarseðla hófst í morg un í Iðnaðarmannahúsinu (Iðnó),“ sagði í einu Reykjavíkurblaðanna 21 . febrúar — „voru 8 menn við afhend ing una og höfðu ekki við“ .32 Fólk var hvatt til að spara og búa meira að sínu, rækta kartöflur, tína fjallagrös og fleira . Raddir heyrðust um að loka ætti kaffistöð um og kvikmyndahúsum í Reykjavík, jafnvel banna allar skemmtanir . Hneykslan legt væri að sjá fólk „sólunda fé sínu“ á slíkum óvissu tímum . „Eins dags eyðsla á kaffi húsi mundi fæða meðalheimili hér í bæ í viku,“ fullyrti góður og gegn borgari um miðjan febrúar 1917 . Og hann spurði: „Er nokk urt vit í því að láta allt reka á reiðanum, þar til einn góðan veður dag að við stöndum eins og skip brots menn, staddir á flæðiskeri langt úti í hafi, hróp andi á hjálp þegar flóð aldan leggur að landi?“33 Á alþingi ræddu menn löngum stund- um um „þjóðarvandræði“ þau er af heims- styrjöldinni leiddu .34 Um sumarið stóð bæjarstjórnin í Reykjavík fyrir stórfelldum mógreftri í Kringlumýri til að bæta fyrir kolaskortinn auk þess sem menn reyndu fyrir sér með íslensk kol . Vegna skorts á kolum og olíu óttuðust margir að útgerð legðist að miklu leyti af . Hér gæti þá skapast „slíkt hörmungarástand, að eigi hefur annað eins þekkst í manna minnum,“ skrifaði Morgunblaðið í júlí 1917 .35 Betur fór þó en á horfðist . Fólk dó ekki úr hungri þótt margir byggju við þröngan kost . En síðasti ófriðarveturinn var Íslendingum þungur í skauti . Dæmalausar frosthörkur í ársbyrjun 1918 bættust ofan á dýrtíðina og vöruskortinn . Skólahald lá víða niðri um lengri eða skemmri tíma en sumstaðar var gripið til þess ráðs að stytta skóladaginn og spara með því eldsneyti . Verst varð ástandið þó á haustmánuðum 1918 þegar spænska veikin geisaði . Um 500 Íslendingar létust, helmingur þeirra í Reykjavík . Vegurinn fylgi vandanum Þegar breski samningurinn var til um-ræðu á alþingi lýsti Bjarni Jónsson frá Vogi, sá miklu eldhugi og sjálfstæðissinni, þeirri skoðun sinni að með því að leggja blessun sína yfir samningsgerðina hefðu dönsk stjórnvöld í raun viðurkennt „full- veldis rétt“ Íslendinga . Með samningunum væri þar að auki fengin „viðurkenning eins vold ugasta stórveldis heimsins, Bretaveldis, á full veldi Íslands“ .36 Íslendingar þurftu að treysta á sjálfa sig á stríðsárunum og færðust hratt í átt til sjálfstæðis . Í merkilegri grein í Vísi vorið 1917 segir að fram til þessa hafi viðkvæðið oft verið að Íslendingar væru „fáir, fátækir og smáir“ og yrðu því „að njóta verndar Dana út á við“ . En nú hafi tíminn leitt í ljós að sú vernd væri „harla lítils virði“ . Síðan segir: „Lega landsins er þannig, að það hlýtur að vera sjálfstætt . Að sambandi við Danmörku getur því aldrei orðið gagn . Ógagn og hætta getur landinu aftur á móti stafað af því sambandi .“ Það Fólk var hvatt til að spara og búa meira að sínu, rækta kartöflur, tína fjallagrös og fleira . Raddir heyrðust um að loka ætti kaffi stöð- um og kvikmyndahúsum í Reykja- vík, jafnvel banna allar skemmt- anir . Hneykslan legt væri að sjá fólk „sólunda fé sínu“ á slíkum óvissu- tímum . „Eins dags eyðsla á kaffi húsi mundi fæða meðalheimili hér í bæ í viku,“ fullyrti góður og gegn borgari um miðjan febrúar 1917 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.