Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 23
verndaryfirvalda. Þessi grein kom í stað næst síðustu setningar í 6. gr. og er
nær samhljóða henni. Fyrir breytingu hljómaði 6. gr. svona:
Nú telur einstaklingur að hann hafi orðið fyrir kynferðisbroti, sbr. 1. gr. og
skal hann þá fá aðstoð og fyrirgreiðslu hjá talsmanni. Talsmaður aðstoðar
hann við að meta aðstæður og ákveða frekari aðgerðir. Talsmaður aðstoðar
hann við að kæra til lögreglu og/eða leggja mál fyrir úrskurðarnefnd, sbr.
12. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, ef
hann óskar. Talsmaður aðstoðar hann við að finna aðra nauðsynlega hjálp
og aðstoð. Talsmaður skal jafnframt upplýsa hann um þær starfsreglur þjóð-
kirkjunnar sem við geta átt. Eigi barn eða börn í hlut, skal talsmaður eða sá
sem hefur vitneskju um ætlað kynferðisbrot, gegna skilyrðislausri tilkynn-
ingaskyldu til hlutaðeigandi barnaverndarnefndar, sbr. 12. gr. laga um vernd
barna og ungmenna nr. 58/1992.
Óheimilt er að afgreiða mál er varðar ætlað kynferðisbrot í söfnuði eða
sóknarnefnd.27
Eftir breytingu er orðalag 2. gr. eftirfarandi:
Ef ætlað kynferðisbrot varðar barn, skal sá sem hefúr vitneskju um málið,
gegna skilyrðislausri tilkynningaskyldu samkvæmt gildandi lögum. Öllum
málum er varða ætluð kynferðisbrot innan kirkjunnar skal vísað til fagráðs.
Óheimilt er að afgreiða í söfnuði eða sóknarnefnd mál er varðar ætlað
kynferðisbrot.28
Astæðan fyrir þessari breytingu er áðurnefnd gagnrýni þess efnis að starfs-
reglur kirkjunnar væru á skjön við barnaverndarlög, en sú gagnrýni átti
ekki við rök að styðjast, eins og ljóst má vera á niðurlagi 6. gr. upphaflegu
reglnanna. Með því að gera þetta ákvæði að sér grein og færa hana framar
er lögð meiri áhersla á þetta atriði í þeirri von að fólki sjáist síður yfir það.
Endurskoðuð grein um hlutverk fagráðs (nú 4. gr.) lítur svona út:
Hlutverk fagráðs er eftirfarandi:
a) að fylgja eftir að mál sem varða kynferðisbrot og upp koma innan kirkjunnar, fái
viðhlítandi málsmeðferð samkvæmt landslögum og starfsreglum þessum;
b) að heyra umkvartanir þolenda, leiðbeina þeim um málsmeðferð og sjá til þess að
þeir fái stuðning eftir því sem við á hverju sinni;
c) að vera biskupi og kirkjuyfirvöldum til ráðgjafar varðandi mál er tengjast kynferðis-
brotum;
27 http://kirkjuthing.is/gerdir/1998/18
28 http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=31d73c24-0b7e-4566-9a7c-3374dd2c9ef5
21