Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 35
mála árið 1996. Farið er yfir starfsreglur um meðferð kynferðisbrota
innan kirkjunnar sem tóku gildi 1. janúar 1999 og siðareglur Prestafélags
íslands og kirkjunnar en þeim er m.a. ætlað að verja safnaðarmeðlimi gegn
kynferðislegri misnotkun kirkjunnar þjóna. Rakin er reynslan af starfi
fagráðs kirkjunnar sem hefur það hlutverk að leysa úr innsendum málum í
samræmi við starfsreglurnar, að endurskoða reglurnar í ljósi reynslunnar og
að annast um fræðslu og forvarnir á sviði kynferðisbrota.
Sé markmið kirkjunnar að vera öruggur staður, þar sem börn og fúllorðnir
geta treyst því að kynferðisbrot séu ekki undir neinum kringumstæðum
umborin, þá nægir ekki að setja starfsreglur um meðferð kynferðisbrota
starfsmanna kirkjunnar. Hér er ekki dregið úr nauðsyn skýrra og markvissra
starfsreglna, en innan kirkjunnar þarf einnig að fara fram guðfræðileg vinna
sem snýst m.a. um það að endurskoða merkingu og túlkun mikilvægra
hugtaka. Síðast en ekki síst þarf kirkjan að gefa skýr skilaboð, m.a. úr
prédikunarstólnum, svo að það fari ekki framhjá neinum hvað það merkir
að kirkjan vilji vera öruggur staður fyrir alla.
Abstract:
The aim of this article is to reflect on rules and regluations regarding sexual
misconduct by employed individuals of the Evangelical Lutheran Church
of Iceland. The original rules were passed by the General Synod in October
of 1998, and became effective January lst, 1999. Pastors are expected to
adhere to the ethical code of the pastors association, and every church
employee should respect the code of professional conduct, where sexual
misconduct is condemned as an abuse of power. A professional committee
is responsible for dealing with charges of sexual misconduct, but also to
revise rules and regulations in light of experience, as well as to provide for
educational material and design preventative programs for the church.
If the church is aiming to become a save place, where children and adults
can be sure that sexual misconduct will not be tolerated, it is not enough to
have rules and regulations about the handling of cases of sexual misconduct.
Clear and focused rules and regulations are certainly important, but so is the
theological work, f.ex. revisions of traditional meaning and interpretations
of significant theological concepts. Last, but not least, the church has to
give a clear message, also from the pulpit, so everybody will know what it
actually means for the church to be a save place for everyone.
33