Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 53
og 413 strákar (45,7%). Skólaárið 2012-2013 er síðan áformað að koma
á fót rýnihópum í skólunum sem tóku þátt og taka viðtöl við valinn hóp
nemenda. Markmiðið er að hóparnir endurspegli aukinn margbreytileika í
íslensku samfélagi.
íslenskt samfélag var fremur einsleitt lengst af 20. öldinni, hvort sem
horft er til menningarlegs eða trúarlegs bakgrunns íbúa landsins. Nú hefur
það breyst og fólki með eriendan bakgrunn fjölgað. Fyrir 15 árum voru
2,1% íbúa landsins með erlent ríkisfang en núna eru það 6,6%.2 Ef horft
er á tölur um trúfélagsaðild þá tilheyrðu 90% þjóðarinnar þjóðkirkjunni
fyrir um 15 árum en núna er talan komin niður í 77%. Á sama tíma hefur
lögskráðum trúfélögum fjölgað úr 17 í 36.3 Ef tekin eru með óskráð trúfélög
verður fjölbreytileikinn enn meiri.
Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum, þar sem tekin voru viðtöl
við 24 unglinga í 9. og 10. bekk grunnskóla, bendir til þess að samfélagsþró-
unin á Islandi undanfarin ár hafi á ýmsan hátt leitt til vaxandi óöryggis
meðal unglinga. Þeir upplifa sig í spennu milli einsleitni og margbreytileika
og vaxandi margbreytileiki og fjölhyggja hefur áhrif á þá að vissu marki.4
Aukin þekking á því sviði sem rannsóknin beinist að er því mikilvæg þegar
rætt er um sjálfsvitund, trúarafstöðu og félagslega og siðferðilega hæfni ungs
fólks, t.d. í tengslum við námsgreinar skólans á borð við trúarbragðafræði,
lífsleikni og aðrar samfélagsgreinar, og í kirkjulegu samhengi þegar hugað
er að stefnumótun og framkvæmd í barna-, unglinga- og fjölskyldustarfi.
Fræðileg umgjörð
Fræðileg umgjörð rannsóknarinnar er meðal annars sótt til gagnrýninnar
fjölmenningarhyggju5 og fræðilegar umræðu um einstaklingsvæðingu
og fljótandi samfélagsástand í nútímasamfélögum fjölhyggjunnar.6 Enn
fremur er vísað til fræðilegra hugtaka sem hafa töluvert komið við sögu
á Norðurlöndunum í tengslum við rannsóknir á lífsviðhorfum fólks, þ.e.
hugtökin tilvistartúlkun (s. livstolkning) og tilvistarspurningar (s. livsfrágor).
Hartman hefur bent á að í breytilegum aðstæðum lífsins mæti fólk stöðugt
nýjum tilvistarspurningum, þær verði til vegna þess að fólk íhugar lífi sitt,
2 Hagstofa fslands 2012a.
3 Hagstofa fslands 2012b.
4 Gunnar J. Gunnarsson 2008, 2009, 2010.
5 Banks 2007; Hanna Ragnarsdóttir 2007; Nieto 2010; Parekh 2006.
6 Beck 1992; Beck-Gernsheim 2001; Bauman 2007.
51