Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 94
Hvers vegna var dóttir mín drepin? Hvers vegna er heilu þorpunum og
borgunum slátrað?55
Harmsálmar Saltarans er efni sem Wiesel vísar víða til í bókum sínum
og ekki þarf að koma á óvart að kunnur ritskýrandi skuli hefja umfjöbun
sína um 13. Davíðssálm, sem oft er nefndur sem dæmigerður harmsálmur
einstaklings, á því að vitna í Elie Wiesel og glímu hans við spurninguna
hvers vegna væri svo mikil illska í heiminum.56
Frásagnarstíllinn
Wiesel hafði upphaflega ætlað að gefa Nóttinni annan titil, þ.e. Og heim-
urinn þagði, titill sem segir mikið um hug Wiesel. Um stíl bókarinnar segir
hann að þar sé um að ræða stíl gettókrónikanna. Það skipti máli að fram-
kvæma, tala, lifa hratt, á einu andataki. Maður vissi aldrei hvenær óvinurinn
myndi berja á dyrnar, stöðva allt og draga okkur út í tómið. Sérhver setning
var sem erfðaskrá, maður varð að segja það sem máli skipti, skræla burt allt
sem ónauðsynlegt var.57
Þannig er líka stíll bóka hans. Allt er hnitmiðað og eins og hvert orð sé
úthugsað. Ekkert óþarft eða ofsagt.
Sagt hefur verið um fyrstu rit Wiesels að þar hafi hann skapað „ljóðrænt
málfar sársaukans“58 og „tungumál sorgarinnar.“59
Niðurlag
Arfleifð Elie Wiesels er mikil, bæði í guðfræðilegri og siðfræðilegri umræðu.
Það á við umræðuna um þjáninguna og tilvist Guðs en ekki síður í áhersl-
unni á hin siðrænu gildi og þá einkum hina sterku fordæmingu hans á
afskiptaleysinu. Þar sér hann rót allra synda; að láta sig ekki varða um hag
náunga síns, að líta undan þegar maður verður vitni að ranglæti og kúgun.
Gildi bóka hans felst líka í frábærri frásagnarlist sem á rætur í hugarheimi
hasídím-gyðingdóms.
Meginspurning þessarar ritsmíðar sneri að notkun Wiesels á biblíulegu
efni í ritsmíðum sínum, einkum hans þekktustu bók Nótt en ýmsum öðrum
einnig. Það er skemmst frá því að segja að notkun hans á slíku efni er
55 Brown, Robert McAfee 1995, Introduction, í: Wiesel, Elie 1995, The Trial of God, s. viii.
56 Sjá Limburg, James 2000, Psalms, s. 37.
57 E. Wiesel, Allafloder, s. 315.
58 Downing s. 2008, Elie Wiesel. A Religious Person, s. 149.
59 Brueggemann, W. 2001: The Prophetic Imagination, s. 46-51.
92