Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 115

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 115
I umræðum um samband ríkis og kirkju og breytingar á því er mikilvægt að gaumgæfa þjóðkirkjuhugtakið og gera sér grein fyrir í hvaða merkingu það er notað hverju sinni og hvaða takmarkanir sú notkun þess kann að hafa í för með sér. Sumir líta svo á að hugtakið sé einvörðungu guðfræðilegrar merkingar og þá í anda Schleiermachers. Svo er þó augljóslega ekki. Til að mynda er merking þess ekki guðfræðileg í 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Því þarf að spyrja hvenær kirkja sé þjóðkirkja, sem og hvenær og hvernig hún hættir að vera það. Ræðst það af demógrafískri stöðu hennar meðal þjóðarinnar, lögfræðilegri stöðu hennar gagnvart ríkisvaldinu eða af kirkju- pólitískum og jafnvel guðfræðilegum áherslum? Samband kirkju og ríkis veltur almennt á því hvort ríkisvaldið á hverjum tíma er talið til þess bært að fara með yfirstjórn kirkjumála eða ekki. í upphafi 20. aldar hafði ríkt hér trúfrelsi í aldarfjórðung. Trúarlegri nauðung hafði þar með að mestu verið létt af fólki en aðeins lítill hluti lands- manna hafði þó notfært sér rétt sinn til að yfirgefa þjóðkirkjuna. Trúarlíf þjóðarinnar rúmaðist því að mestu innan evangelísk-lúthersku kirkjunnar. Ríkisvaldið var þó óbundið trúarlega séð óháð því að konungur Islands og Danmerkur skyldi vera lútherskur. Nú við upphaf 21. aldar standa rúmlega 20 af hundraði þjóðarinnar utan þjóðkirkjunnar og trúarleg fjölhyggja hefur aukist. Trúfrelsi hefur ennfremur verið aukið með endurskoðun á mann- réttindakafla stjórnarskrárinnar og með því að ýmsir alþjóðlegir sáttmálar hafa verið fullgiltir hér en þeir stemma meðal annars stigu við mismunun vegna trúarbragða. Þá hélt sekúlarísering ríkisvaldsins áfram á á síðastliðinni öld svo það er nú sýnu veraldlegra en það var í upphafi 20. aldar. í þessu ljósi er athyglisvert að bera saman afstöðu manna til hæfis ríkisvaldsins þar á meðal löggjafans til að fara með kirkjumál í upphafi 20. aldar og um aldamótin 2000. Á fyrstu áratugum 20. aldar litu margir svo á að Alþingi væri óhæft til að setja lög um kirkjuleg mál þar sem það væri veraldleg stofnun, sem og sökum þess að þar kynnu að sitja „ókirkjulegir“ menn eða þeir sem aðhylltust aðra trú en þjóðkirkjan boðaði. Þessi skoðun átti hljómgrunn bæði meðal þeirra sem kalla má kirkjumenn og annarra sem síður féllu undir þann flokk. Skiptir þetta atriði miklu máli þegar um er að ræða óskorað trúfrelsi og sjálfræði (autonomy) trúfélaga, jafnvel trúfélaga á borð við íslensku þjóðkirkjuna. Við lok 20. aldar virðist það sjónarmið aftur á móti ríkjandi að Alþingi sé „prýðilega“ hæft í þessu efni þótt viðurkennt sé að það „endurspegli nokkuð stærra samfélag en þjóðkirkjan“. Svo vitnað 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.