Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 154

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 154
við Jesú feli í sér,5 eða því að í þeirri eftirfylgd felist ókvæni (e. celibacy) og í sumum tilvikum algert skírlífi (e. virginity). I eítirfarandi grein verður sjónum beint að þessari túlkun í því markmiði að varpa skýrara Ijósi á þessi stef frá sjónarhorni guðfræðilegrar siðfræði og hugmyndasögu. Sem guðfræðilegt þema er eftirfylgdin við Jesú mikil að vöxtum í kristinni sögu6 og hefur hlotið ítarlega, fræðilega umfjöllun innan guðfræði í aldanna rás.7 Hér er markmiðið mun hógværara — eftirfylgdin við Jesú í öllu sínu ríkidæmi er ekki í kastljósi greinarinnar heldur er látið nægja að beina sjónum að nokkrum textum Nýja testamentisins ásamt fáeinum dæmum um hugleiðingar kunnra, kristinna manna í því skyni að varpa ljósi á þá kristnu siðferðilegu hugsjón8 að í sannri eftirfylgd við Jesú felist einlífi og skírlífi. Hugmyndir um hvað felist í eftirfylgdinni við Jesú í Nýja testamentinu í samstofna guðspjöllunum má finna fjölmörg ummæli, lögð í munn Jesú, sem tengjast eftirfylgdinni við hann. Nokkur þeirra má túlka svo að sú eftir- fylgd felist í einlífi og jafnvel skírlífi, fremur en hjónabandi og fjölskyldu. í 19. kafla Matteusarguðspjalls á Jesús samtal við nokkra farísea sem spyrja hann um afstöðu hans til hjónaskilnaða. Jesús er andsnúinn því viðmiði sem skilnaðarlög Gyðinga byggðu á en mætir því með, að því er virðist, ennþá harðara viðmiði: „Ég segi ykkur: Sá sem skilur við konu sína, nema sakir hórdóms, og kvænist annarri drýgir hór.“ (v. 9) Lærisveinar hans eru greinilega agndofa yfir þessu svari og segja við Jesú að ef þessi regla gildi, þá virðist betra að láta það ógert að giftast. Jesús segir þá: „Það er ekki á allra færi að skilja þennan boðskap heldur þeirra einna sem það er gefið. Sumir 5 Sólveig Anna Bóasdóttir, „Sex eller celibat? Kristendomen och synen pá sexualitet", Sex - För Guds Skull: Sexualitet och Erotik i Varldens Religioner, Antoon Geels og Lena Roos ritstj., Lund: Studentlitteratur, 2010, bls. 49-69. 6 Sbr. Breytni eftir Kristi (De Imitatione Christi), eftir Thomas A. Kempis (um 1380-1471), Prentað og gefið út af kaþólsku kirkjunni á íslandi 1955. Endurprent offsetprentaði 1976. 7 Hér verður látið nægja að vísa til doktorsritgerðar í guðfræðilegri siðfræði sem fjallar ítarlega um efnið, sjá Soon-Gu Kwon, Christ as Example: The Imitatio Christi Motive in Biblical and Christian Ethics, Uppsala: Acta Universitatis Upsaliensis, 1998. 8 Mikilvægt er að ítreka að siðferðileg hugsjón eða draumsýn (e. ideat) er annað en siðferðileg regla (e. rulé). Hugsjón felur í sér sveigjanlegt viðmið (e. norm) í siðfræðilegri orðræðu og vísar til æskilegrar breytni eða mikilvægs leiðarljóss fyrir breytni. Yfirleitt er litið svo á í siðfræðilegri orðræðu að ekki sé hægt að skylda fólk til að gera hugsjónir að reglu fyrir breytni. Menn eiga þess kost að játast hugsjónum og fylgja þeim í lífi sínu, en það er ekki siðferðileg skylda. Sjá t.d. Igor Primoratz, Ethics and Sex, London og New York: Routledge, 1999, bls. 167-175. 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.