Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 86
Að trúa á Guð, samtal Wiesels og Primo Levi - Ani maatnin =
eg trui
Fáir ef nokkur hefur skrifað af jafnmikilli nákvæmni um það sem gerðist í
Auschwitz og ítalski efnafræðingurinn Primo Levi (1919-1987).19 Hann var
samtímis Elie Wiesel í Auschwitz þó að ekki kynntust þeir þar. Þeir urðu
hins vegar ágætis mátar eftir stríðið, hittust og skiptust á skoðunum um
reynslu sína. Þá greindi á um trúna. Primo Levi var ekki trúaður. Elie Wiesel
hefur hins vegar haldið fast í guðstrú sína, öfugt við það sem stundum hefur
verið haldið fram. Primo Levi gat ekki skilið hvernig margir samfangar hans
héldu fast í trú sína þrátt fyrir allan óhugnaðinn og þjáninguna, og iðkuðu
trú sína í búðunum, fórnuðu jafnvel hinum sáralitlu matarskömmtun á
stundum ef það gæti greitt fyrir trúariðkun.
Afstaða Primo Levi er einföld og gamalkunnug.20 Annað hvort er Guð
Guð og þá almáttugur, þ.e. sekur um að hafa leyft morðingjunum að fara
sínu fram eða þá vald hans er takmarkað sem þýði að hann sé ekki Guð.
M.ö.o. ef Guð er Guð þá er hann ætíð nálægur. Ef hann neitar að sýna sig
verður hann siðlaus, meðsekur fjandmönnunum og hinum illu öflum.
Elie Wiesel heldur því ekki fram að hann hafi einhverja einfalda lausn
á vandamálum trúarinnar andspænis Auschwitz. Hann segir hins vegar að
ein minnistæðasta frásögn hans úr Nóttinni hafi verið rangtúlkuð. Þar á
hann við frásögnina af því þegar var verið að hengja lítinn gyðingadreng sem
aldrei ætlaði að gefa upp öndina vegna þess að hann var svo lítill og léttur.
Hann segir að fræðimenn sem hafa talað fyrir því að „Guð sé dauður“ hafi
notað þessa frásögn hans til að réttlæta vantrú sína. A móti segir Wiesel21:
„En Gyðingurinn í mér getur aldrei eins og Nietzsche öskrað „Guð er
dauður“ til öldungsins í skóginum. Ég hef aldrei neitað trú minni á Guð,“
skrifar Wiesel og bætir við að hann hafi dregið réttvísi hans í efa, mótmælt
þögn hans og stundum fjarlægð hans, en leggur áherslu á að hann tjái reiði
sína innan trúar sinnar og aldrei utan hennar. Minna má á að eitt verka
Wiesels ber hebreska titilinn ma-amin = ég trúi.
Wiesel segir réttilega að í þessum efnum sé hann ekki að boða einhverja
alveg nýja afstöðu. Hann hafi ætíð viljað ganga í fótspor feðra sinna og
forfeðra og það geri hann hér einnig. Enda er leitun að bókum þar sem
19 Sjá sevisögu hans eftir Myriam Anissimov 1996: Promo Levi. Tragedy ofAn Optimist. Sbr. einnig
Levi, Primo 2006, Auschwitz Report.
20 Sjá E. Wiesel, 1996, Alla floder s. 110.
21 E. Wiesel, 1996, Alla floder s. 111.
84