Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 86

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 86
Að trúa á Guð, samtal Wiesels og Primo Levi - Ani maatnin = eg trui Fáir ef nokkur hefur skrifað af jafnmikilli nákvæmni um það sem gerðist í Auschwitz og ítalski efnafræðingurinn Primo Levi (1919-1987).19 Hann var samtímis Elie Wiesel í Auschwitz þó að ekki kynntust þeir þar. Þeir urðu hins vegar ágætis mátar eftir stríðið, hittust og skiptust á skoðunum um reynslu sína. Þá greindi á um trúna. Primo Levi var ekki trúaður. Elie Wiesel hefur hins vegar haldið fast í guðstrú sína, öfugt við það sem stundum hefur verið haldið fram. Primo Levi gat ekki skilið hvernig margir samfangar hans héldu fast í trú sína þrátt fyrir allan óhugnaðinn og þjáninguna, og iðkuðu trú sína í búðunum, fórnuðu jafnvel hinum sáralitlu matarskömmtun á stundum ef það gæti greitt fyrir trúariðkun. Afstaða Primo Levi er einföld og gamalkunnug.20 Annað hvort er Guð Guð og þá almáttugur, þ.e. sekur um að hafa leyft morðingjunum að fara sínu fram eða þá vald hans er takmarkað sem þýði að hann sé ekki Guð. M.ö.o. ef Guð er Guð þá er hann ætíð nálægur. Ef hann neitar að sýna sig verður hann siðlaus, meðsekur fjandmönnunum og hinum illu öflum. Elie Wiesel heldur því ekki fram að hann hafi einhverja einfalda lausn á vandamálum trúarinnar andspænis Auschwitz. Hann segir hins vegar að ein minnistæðasta frásögn hans úr Nóttinni hafi verið rangtúlkuð. Þar á hann við frásögnina af því þegar var verið að hengja lítinn gyðingadreng sem aldrei ætlaði að gefa upp öndina vegna þess að hann var svo lítill og léttur. Hann segir að fræðimenn sem hafa talað fyrir því að „Guð sé dauður“ hafi notað þessa frásögn hans til að réttlæta vantrú sína. A móti segir Wiesel21: „En Gyðingurinn í mér getur aldrei eins og Nietzsche öskrað „Guð er dauður“ til öldungsins í skóginum. Ég hef aldrei neitað trú minni á Guð,“ skrifar Wiesel og bætir við að hann hafi dregið réttvísi hans í efa, mótmælt þögn hans og stundum fjarlægð hans, en leggur áherslu á að hann tjái reiði sína innan trúar sinnar og aldrei utan hennar. Minna má á að eitt verka Wiesels ber hebreska titilinn ma-amin = ég trúi. Wiesel segir réttilega að í þessum efnum sé hann ekki að boða einhverja alveg nýja afstöðu. Hann hafi ætíð viljað ganga í fótspor feðra sinna og forfeðra og það geri hann hér einnig. Enda er leitun að bókum þar sem 19 Sjá sevisögu hans eftir Myriam Anissimov 1996: Promo Levi. Tragedy ofAn Optimist. Sbr. einnig Levi, Primo 2006, Auschwitz Report. 20 Sjá E. Wiesel, 1996, Alla floder s. 110. 21 E. Wiesel, 1996, Alla floder s. 111. 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.