Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 43

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 43
ráðamanna sinna. í mörgum nýjustu þýðingum á Biblíunni hefur verið leitast við að koma hinum mismunandi merkingum hugtaksins Gyðingar í Jóhannesarguðspjalli til skila með því að þýða orðið Gyðingur á ólíkan hátt. Þeirri reglu er fylgt í nýjustu þýðingu Biblíunnar á Islandi frá 2007. Þegar orðið vísar til Gyðinga almennt er það þýtt Gyðingar.14 Á öðrum stöðum er orðið þýtt á annan hátt enda er þar ekki talað um Gyðinga almennt heldur andstæðinga Jesú.15 í eldri þýðingum var ekki reynt að lesa svona í málið heldur var orðið alltaf þýtt eins. I Nýja testamentinu er gengið út frá því að Jesús sé hinn fyrirheitni frelsari Gyðinga eða Messías. Upprisa hans frá dauðum staðfesti þá tign hans (sbr. Post 2.36 og Róm 1.3-4). í 11. kafla Rómverjabréfsins talar Páll um að heiðingjarnir séu sakir Jesú Krists gróðursettir á þann olíuvið sem er Israel, hinn útvaldi lýður Guðs. Þar með hafnaði Guð ekki hinum nátt- úrulegu greinum heldur eiga allar greinar, náttúrulegar jafnt sem ágræddar, frelsun sína undir náð Guðs sem hefur ekki útskúfað lýð sínum (Róm 11.2, 13-24). Þegar kirkjan hafði náð yfirburðastöðu í rómverska ríkinu tóku kristnir guðfræðingar að skýra þessi og önnur ummæli Nýja testamentisins á annan hátt og kenna að Guð hefði hafnað Gyðingum og í staðinn útvalið heiðingjana sem hinn nýja Israel. I nútímanum hafna flestir kristnir guðfræðingar þeim skilningi og lögð er meiri áhersla á að minna á hinar sameiginlegu rætur gyðingdóms og kristindóms. Nýja testamentið skilst ekki nema í ljósi Gamla testamentisins og yrði harla lítið eftir af Nýja testamentinu ef allar tilvitnanir og skírskotanir í hið Gamla væru numdar brott.16 Algengt er líka að menn tali ekki lengur um Gamla testamentið heldur segi í staðinn Hebreska Biblían eða nefni hana jafnvel því heiti sem algengast er meðal Gyðinga: Tanakh. Tanak er skammstöfun og á við þrískiptingu Gyðinga á Biblíu sinni í lögmál (Torah), Spámenn (Nevi'im) og Ritin (Ketuvim).17 í Passíusálmunum notar Hallgrímur hugtakið Gyðingar sem samheiti á andstæðingum Jesú og þeim sem framseldu hann til krossfestingar. Þessi afstaða er trúarlegs eðlis. Hallgrímur metur Gyðinga og gagnrýnir sem þær 14 Sjá t.d. Jóh 2.13 (páskar Gyðinga) og 19.40 (eins og Gyðingar búa lík til greftrunar). 15 Sjá t.d. Jóh 1.19 (ráðamenn í Jerúsalem); 2.18 (ráðamenn Gyðinga); 5.10 (menn); 8.22 (fólkið) o.s.frv. 16 Sjá A. Torm 1988, „Jodedom og kristendom." í P.Norgaard-Hojcn 1988, Kristendommen og de andre religioner. Kobenhavn (Anis), s. 69-102. 17 Sjá t.d. https://en.wikipedia.org/wiki/Tanakh - sótt 22. júní 2012. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.